Forsetinn stígi fyrstur fram

Taka má undir þessi orð Steingríms, og ætti Ólafur Ragnar að taka þau til sín, öðrum óháð. Þátt Ólafs í því að auglýsa og mæra íslenska útrás þarf nú vart að rifja upp, en hefur einhver heyrt einlæga afsökunarbeiðni af hans hálfu? Ekki sá sem þetta skrifar, alla vega ekki afsökunarbeiðni sem er í einhverju samhengi við þann skaða sem hann hefur valdið embætti sínu.

Eina innlegg forsetans til íslenskrar stjórnmálaumræðu eftir hrun var að reyna að stofna til stjórnlagakreppu í upphafi ársins með fáranlegu og ónauðsynlegu rifrildi um hver færi með þingrofsvaldið. Var þessi nýstárlega túlkun forsetans á eigin valdi og óvissan sem henni fylgdi virkilega það sem íslenskt stjórnmálalíf þurfti á þessum tímum? 

Forsetinn kærði sig einungis um að vera sameiningartákn þjóðarinnar á þeim tíma sem sjálfstraust hennar var í hæstu hæðum, og vart á bætandi að efla það frekar. En nú, þegar fýlan og þunglyndið leggst á landann, þá hefur sameiningartáknið meinta grafið sig í fönn.


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ekki  beint málefnalegur í þessu rausi.

Forseti Íslands talaði afar skýrt í sinni áramótaræðu - og baðst afsökunar á því að "hafa væntanlega ofgert" . . . .  í samstarfi og fyrirgreiðslu sinni við útrásina Íslensku.   Hann er eini toppurinn í stjórnsýslunni sem slíkt hefur gert og ástæða til að láta hann njóta sannmælis fyrir það.  

Ég held auk þess að sá rógur sem beint er að forsetanum og embættisfærslu Ólafs Ragnars stefni í að verða "sjálfstætt vandamál" - - sem grefur undan því að við sameinumst um okkar eigin þjóðartákn og þjóðarsóma.  ´Með þessarri athugasemd er ég ekki beina spjótum að uppruna þínum - né heldur að efast um þegnrétt þinn á Íslandi.  Ég leyfi mér þvert á móti að trúa því að innflutningur fólks af öðrum menningarsvæðum og nám og störf íslendinga erlendis - bæti Ísland og íslenska menningu og samfélag til lengri og skemmri tíma.   Menn verða hins vegar að kunna sér hóf í skítkastinu - allir!

Benedikt Sigurðarson, 17.8.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er að mestu sammála þér Pawel, en skil ekki færslu Benedikts.

Forsetinn hefur ekki beðist opinberlega, hreint og beint, afsökunar á framferði sínu.  Ef þú kallar muldrið í honum afsökun í áramótaræðunni þá er það ekki nóg.  Hér er ég ekki að afsaka aðra, allir sem komu að þessum málum og settu landið á hausinn eiga að sjálfsögðu að biðjast afsökunar.

En forsetinn gæti t.d. beðist afsökunar á þeirri fáránlegu embættisfærslu sinni að hafna fjölmiðlalögunum á sínum tíma, enda hefur svo greinilega komið í ljós hvað sú skammarlega færlsa mannsins hefur haft í för með sér.  Þetta sér stór meirihluti þjóðarinnar í dag.

En að öðru, ertu þá ekki sammála því Benedikt að nú beri forsetanum að vísa Icesave frumvarpinu, þ.e. ef það verður samþykkt, til þjóðarinnar.  Mér sýnist "gjáin milli þings og þjóðar" vera mun dýpri í þessu máli en í fjölmiðlamálinu, svo ekki sé nú talað um fjárhagslega hagsmuni.

Verður maðurinn ekki að vera samkvæmur sjálfum sér og neita undirskrift ????

Sigurður Sigurðsson, 17.8.2009 kl. 12:25

3 identicon

SISI. Reyndu þú nú að vera samkvæmur sjálfum þér.

Þú segir að forsetinn hafi hafnað fjölmiðlafrumvarpinu, en segir svo í næstu setningu að að forseti ætti að vísa ICESAVE málinu til þjóðarinnar.

Var hann ekki að vísa fjölmiðlafrumvarpinu til þjóðarinnar?

Var það ekki Davíð sem neitaði  að láta þjóðina ákveða?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 13:32

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála þér Pawel. Furðulegt færsla hjá Benedikt. Það er réttmætt að gagnrýna forsetann í hans Hrunadansi og sérkennilegri þögn eftir hrunið. Vissulega ræddi hann málin lítillega í áramótaávarpinu síðast en baðst ekki afsökunar. Að hafa "væntanlega" gert eitthvað, kannski, er ekki afsökun. Engin einlægni var þar á baki. En Óli á ennþá séns ef hann hann af auðmýkt talar til þjóðar sinnar. Sé það samt ekki gerast!

Guðmundur St Ragnarsson, 17.8.2009 kl. 14:50

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eru þá bara allir sáttir ef forsetinn einn biður afsökunar aftur. Case closed ?

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 14:56

6 identicon

Þessi forseti og æra tobba kellingin hans hafa því miður ónytt embættið. Hitt er égf reyndar viss um að hann er svo skertur allri dómgreind að hann fer aftur fram. Æra Tobba þarf í veizlurnar hjá aðlinum

Þorsteinn Gíslason (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:55

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Færsla Benedikts er ekkert furðuleg. Hún endurspeglar almennt viðhorf íslenskra vinstrimanna og á ekki að koma neinum á óvart. Við hin sjáum auðvitað Ólaf ræfilinn Ragnar með skítinn uppá mið lær í flórnum, sem ómokaður er á Bessastöðum.

Gústaf Níelsson, 17.8.2009 kl. 21:49

8 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

1. Ólafur hefur löngu beðist afsökunar á sínum þætti í þessu, jafnt í áramótaávarpinu og víðar í fjölda viðtala.

Það er hins vegar óumdeilt að eitt af hlutverkum forseta Íslands á hverjum tíma er að styðja við starfsemi Íslendinga í útlöndum.  Það gerði hann af krafti og á meðan stjórnvöld og fjármálaeftirlitið gerðu ekki athugasemdir við framgöngu þessa fólks átti forsetinn þá að neita að styðja útrás þessara stærstu fyrirtækja landsins sem veittu þúsundum Íslendinga vinnu og sköpuðu skattpeninga fyrir milljarða?

2. Ólafur hafnaði ekki fjölmiðlafrumvarpinu enda hefur forsetinn engin völd til þess.  Hann VÍSAÐI ÞVÍ TIL ÞJÓÐARINNAR.  Það var síðan ríkisstjórnin, með Davíð Oddsson í fararbroddi, sem ekki treysti sér til að leggja málið í hendur þjóðarinnar og dró það því til baka.

3. Ólafur gerði víðreist um landið í haust og ræddi þar milliliðalaust við þúsundir Íslendinga.  Síðan hefur lítið heyrst frá honum og það er rétt að nú þarf hann að standa í stafni og sýna hvað í honum býr.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.8.2009 kl. 22:13

9 Smámynd: Sigurjón

Liður 2 er ekki allskostar réttur hjá þér Sigurður.

Það var nefnilega einmitt svo að hann neitaði að skrifa undir lögin og þar með öðluðust þau ekki gildi.  Hann hefur einmitt ekki vald til að vísa nokkrum sköpuðum hlut til þjóðarinnar.  Þess vegna var ekki sjálfkrafa kosið um lögin.  Það er ástæða til að skýra þetta í stjórnarskránni og hafa á hreinu, en það hafa þingmenn ekki dug í sér til að gera...

Sigurjón, 17.8.2009 kl. 23:47

10 identicon

 Sigurjón.

Hérna er klásúlan beint úr stjórnarskránni:

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:59

11 Smámynd: Sigurjón

Einmitt.  Þarna stendur hvergi að forsetinn geri eitt eða neitt nema neita því að skrifa undir lögin.  Það stendur ekkert um hvernig framkvæmd kosninganna á að vera, hver sjái um að koma þeim á koppinn, né hvort einfaldur meirihluti ráði, eða hvort þurfi aukinn meirihluta til, hvort sem er samþykktar eða synjunar.

Hitt er annað mál að ég fæ ekki betur séð en að þingmenn sem drógu lögin til baka hafi gerzt sekir um stjórnarskrárbrot.  Það stendur nefnilega skýrt að það skuli kosið um lögin.  Það hefur því ekki verið heimilt að kjósa ekki um þau...

Sigurjón, 18.8.2009 kl. 23:06

12 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Svavar Bjarnason - kanntu ekki að lesa ??

Það sem ég tala um er að forsetinn á að skammast sín og muldra ekki í hljóði hálfgerða afsökunarbeiðni til þjóðarinnar.

Ég sagði að hann hlýtur nú að vera SAMKVÆMDUR SJÁLFUM SÉR og vísa þessu ljóta Icesave máli til þjóðarinnar - þar sem 70% hennar er á móti því að greiða skuldir óreiðumanna - þeirra hinna sömu sem forsetinn fékk reglulega far hjá til útlanda - sjá hér eftirfarandi rugl í forsetaskrípi voru árið 2004:

„Hvernig ætlum við að tryggja að arðurinn af heimsvæðingu viðskiptanna skili sér hingað heim og komi öllum til góða? Hver verður hlutur íslensks almennings í hinum mikla auði sem nýju athafnaskáldin eru að skapa? Hvað er í senn sanngjarnt og vænlegt til árangurs í framtíðinni?

Auðvitað á maðurinn að segja strax af sér !!!!! - Eins og skot !!!

Sigurður Sigurðsson, 19.8.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband