Barnið sem vissi ekki betur

Mikið eru þessar Eystrasaltsþjóðir alveg hreint fádæmavitlausar. Við tökum okkur til og viðurkennum sjálfstæði þeirra og hvað gera þær? Álpast inn í eitthvað Evrópusamband eins og ráðvilltir rakkar. Hvar er sjálfsvirðingin? Við getum alveg eins dregið sjálfstæðisyfirlýsingarnar til baka, þær þurfa ekkert á þeim að halda í þessum Sovétríkjum 2.0 sem þær eru búnar að koma sér í.

Ætlast svo til að við fylgjum þeir í hyldýpið. Nei, takk, kæru vinir. Við höfum það fínt hér. Við erum með rennandi vatn alla daga vikunnar og gjaldmiðillinn okkar er skiptanlegur innanlands gegn framvísun farseðils.

 


mbl.is Litháar styðja ESB-aðildarumsókn Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, þú segir nokkuð.

"Back in the USSR for the EU's latest members"

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/1431680/Back-in-the-USSR-for-the-EUs-latest-members.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 23:54

2 identicon

Nei við skulum sko ekki láta plata okkur til að hafa samskipti við aðrar þjóðir. Förum bara aftur inn í torfkofana og lokum á eftir okkur. Þar eru við frjáls og fullvalda alveg útaf fyrir okkur.

Bobbi (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Eystrasaltsríkin, ásamt ríkjum A-Evrópu, losnuðu undan oki kommúnismans við hrun Sovétríkjanna. Pawel þekkir eflaust sögu Pólverja betur en ég í þeim efnum.
 
Öll vildu þessi ríki taka upp bætta stjórnarhætti og tryggja almenn mannréttindi. Því er skiljanlegt að þau líti á Evrópusambandið sem kost í þeirri stöðu. Þau þurftu að byggja upp ýmsa innviði samfélagsins og laga til eftir langvarandi vonda stjórn. Það er eðlilegt að þau leiti sér "skjóls" í vestrænu ríkjasambandi.

Sem betur fer höfum við Íslendingar ekki þurft að búa við slíkt. Hér á lýðræðið sér langa hefð, einnig frelsi til orðs og athafna, sem og virðing fyrir almennum mannréttindum. Það sem kunna að vera eðlilegar skýringar í Eystrasaltsríkjunum þarf ekki að eiga við á Íslandi.

Haraldur Hansson, 23.7.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Pawel Bartoszek

Takk fyrir ágæta ábendingu Haraldur, ég vil í þessu sambandi benda á pistil (http://www.deiglan.com/kosningar-2009/index.php?itemid=5738) sem ég skrifaði á Deigluna þegar ESB stækkaði 2004, en hann enda á orðunum:

Í dag er góður dagur og ég gleðst af öllu hjarta með öllum þeim þjóðum og ríkjum sem eru komnar á leiðarenda ferðalags sem hófst fyrir 15 árum. Um leið viðurkenni ég að spurningin um aðild Íslands að ESB er ekki sama spurningin og sú sem Pólverjar, Tékkar og hinar þjóðirnar sem nú ganga inn stóðu frammi fyrir. Ég mun því ekki nota þennan pistil undir mishæpnar ályktanir um stöðu Íslands í ljósi stækkunarinnar. Á móti bið ég fólk um að sýna fyrrverandi fórnarlömbum alvöru alræðis þá virðingu að stilla samlíkingum við Sovétríkin í hóf á þessum merkisdegi.

Ég tel mörg góð rök vera fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, bæði efnahagsleg og pólitísk. En til að gæta allrar sanngirni þá er það rétt að ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af lýðræðinu og mannréttindunum þótt kjósum að standa utan þess.

Pawel Bartoszek, 23.7.2009 kl. 16:09

5 identicon

Sæll Pawel (Páll)

Ég tek undir með þér að aðildarviðræður eða aðild að Evrópusambandinu er lang besta lausnin. Hvað varðar andstæðinga (þeir eiga fyllilega rétt á sér), þá er áróður þeirra komin að miklu leyti komið úr bakherbergjum LÍU (Landssambands Íslenskra Útvegsmanna, sem vilja ekki nýjan gjaldmiðil), en þeir eru eins og þjóðin kannast við lýðsskrumarar af verstu sort og hafa gert fjölda marga atvinnulausa. Þeir hafa haldið uppi gegndarlausum áróðri og borgað vel til flokka sem styðja kvótakerfið og andstöðu við ESB. Aðal rök þeirra er sú að við munum missa stjórn á fiskinum. Þetta er alrangt. Við munum ein eiga fiskistofnanna innan efnahagslögsögunnar, sem að er 750.000 ferkílómetrar, meira en stærð Svíþjóðar og Finnlands til samans. Hinsvegar munu aðrir fá að veiða með okkur flökkustofna (þ.e. sem flakka á milli hafssvæða þ.e. síld, makríll, loðna o.s.frv.) sem að við fáum sömuleiðis að veiða bæði í norskri og rússneskri lögsögu, og þeir að sama skapi hjá okkur. Þetta er samvinna af besta tagi og hefur gert samskipti Ísland við Noreg og Rússland afskaplega vinaleg í gegnum tíðina, þó að af til hafi komið til deilna við Norðmenn, frændur okkar og bestu vini. 

Eitt annað. Ísland var ekki kommúnistaland á sínum tíma en á árunum 1960-1990 var það að jaðra við það, eini munurinn að hér mátti tjá skoðanir sínar (þótt enginn af póltískusunum tæki nokkurt mark á því), það mátti mótmæla (aldrei tekið mark því eins og fyrri daginn), hér voru kosningar og hver mátti hafa sína trú og hér voru pólítískir andstæðingar ríkjandi stjórnar ekki teknir af lífi. Að öðru leyti var ástandið ekkert ólíkt aðstæðum í hinu leppríkjum USSR. Hér var haftastefna, himinháir tollar, fátækt , grassandi spilling þar sem þeim atvinnurekendum sem ekki borguðu í kosningasjóð FL-okksins (þú veist þessi blái) var gert erfitt fyrir. Maður þurfti að þekkja fólk til þess að fá lán eða vera yfirlýstur stuðningsmaður FL-okksins, og þeir sem fóru til útlanda þurftu að fá gjaldeyri skammtaðan, svona svipað og í dag. Í kringum 1980 fór verðbólga í 80% og 1981 var svo komið að skærin voru tekin upp og tvö núll af krónunni tekin í burtu. Þá var krónan ekki á "floti" og þurfti seðlabankinn að borga með henni til að halda genginu góðu. Alla tíð hefur verðbólga verið Íslendingum kunn. Þetta var bananalýðveldi. ,,Kommúnistaland" sem stjórnað var að hægri mönnum, með allt niður um sig og með klíkuskap og spillingu af versta tagi (Mæli með því að þú lesir þig til um ,,Hafskipsmálið"). Þetta breyttist upp úr 1990, með ESB-samninginum sem að vinstri maður talaði mest fyrir, Jón Baldvin Hannibalsson, en Davíð Oddsson (hægri maður) var í fyrstu á móti honum, en talar í dag jákvætt um hann. 

Spilling er til í hvaða landi sem er og sagt er að fólk sé almennt á móti spillingu þangað til að það sjálft kemst í hana. 

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:50

6 identicon

Sæll aftur

Ég var að skoða gamla færslu.

Moldóva

"Moldovan Tourist Board welcomes you to Moldova, the land of contrasts." Lagið og myndbandið eru landkynning frá A til Ö. Dálítið merkilegt raunar. Ekki verri notkun á 3 mínútum en hvað annað. Á köflum hljómar þetta raunar eins og tónlist sem ég set á í partýum þegar ég vil lúkka austurevrópskur og öðruvísi.

Hvaða músík er það? Klezmer?

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:05

7 identicon

Mikið er ég sammála þér, Pawel.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband