Últra Mega Technosambandið Evrópa

Það er ánægjulegt að fullveldissinnar landsins fái loksins byggingu hér á landi sem þeir geta hatað.Þó að það sé almennt skemmtilegra að hata abstrakt hugtök en veruleg þá getur það dýpkað óbeitina og gert hana bragðbetri ef maður hefur stöku sinnum styttu, hús eða manneskju til að skvetta skyri eða rauðri málningu á.

Annars mætti ég á athyglisverðan opin fund um Evrópusambandið með Birni Bjarnasyni og Þorsteini Pálssyni á vegum utanríkisnefndar Sambands ungra Sjálfstæðismanna seinasta mánudag. Því er oft haldið fram að umræðan meðal sjálfstæðismanna um ESB sé engin. Sannleikurinn er líklegast sá að hún sé hvergi meiri en innan nokkurs annars flokks, og einnig líka að þar liggi hin sanna víglína baráttunnar um ESB-aðild.


mbl.is ESB að opna sendiráð hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

og hún er að sjálfstæði landsins verði varið fram í rauðann dauðann.

sovét-ísland draumalandið kom sem betur fer aldrei. eftir nokkur ár verður sama viðhorf til ESB. 

Fannar frá Rifi, 26.8.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Pawel Bartoszek

Athyglisvert sjónarmið hjá þér, Fannar. Ef ég mann rétt þá varst þú á umræddum fundi að leggja til að gerðumst sérstakir bandamenn Kínverja. Draumurinn um Sovét-Ísland leynist því víða :)

Pawel Bartoszek, 26.8.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

höfum við ekki staðið styrkustu fótum alþjóðlega þegar við höfum ekki veðjað á einn hest heldur átt í samvinnu við margar valdablokkir? 

Fannar frá Rifi, 8.9.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband