Við getum sjálf buffað Rússa í spað með öfluga hernum okkar

Eitt sem er hægt að fullyrða með vissu og það er það að Evrópusambandið er ekki að fara koma og taka af okkur olíuna okkar. ESB þjóðir eiga sínar jarðauðlindir sjálfar. Svoleiðis er það nú bara. Ég efast þó um að neinn í Skrattamálarafélaginu láti það hafa mikil áhrif sig. Höfum skilaboðin bara einföld... Carl Bildt er að koma og taka af okkur olíuna okkar. Hljómar einfalt. Og hljómar scary...

Reyndar finnst mér stundum undarleg sú sjálfsmynd sem sum okkar hafa. Það mætti halda að Íslendingar byggju yfir öflugum her sem gæti varið landhelgina fyrir yfirtöku hennar eða auðlinda landsins. Svo er vitanlega ekki. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eigum við allt okkar undir alþjóðlegu samstarfi og virðingu fyrir alþjóðalögum. Allt sem við höfum náð fram í okkar baráttu á alþjóðavettvangi, frá fullveldis til fisks, höfum við náð vegna þess að aðrir hafa á endanum fallist á okkar sjónarmið og ákveðið að virða þau. Og jafnt í tilfelli fullveldis sem fisks þá hjálpaði það til að óskir okkar voru mjög í anda þeirrar þróunar sem var að eiga sér stað á alþjóðavettvangi (endalok nýlendustefnu, stækkandi efnahagslögsögur).

Ég vil ekki lenda í deilu við Rússa um norðurslóðirnar vinalaus og einangraður. Ég held að ef Íslendingar færu að atast í trollum á einhverjum rússneskum ísbrjóti þá væru viðbrögð Pútíns meiri en kurteisislegt en harðort bréf stílað á íslensk yfirvöld.


mbl.is „Aðildarferlið vel á veg komið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sko þessi orkumálaumræða á Íslandi er einhver alveg fáránlegasta sem ég hef nokkurn tímann orðið vitni að.

Varðandi Drekasvæðið. Andstæðingar ESB aðildar tala alltaf eins og að olíupeningarnir af drekasvæðinu séu bara komnir í bankann enda þótt við höfum ekki fundið neinn einasta dropa ennþá. Auðvitað væri flott ef við finnum gas og olíu en ekki má gleyma því að Grænlendingar og Færeyingjar voru alveg handvissir um að allt væri stútfullt af gasi og olíu í kringum þá en eitthvað minna hefur orðið úr því(enda þótt þeir séu enn að leita og vonandi finna þeir slatta). AUK ÞESS ÞÁ SKIPTIR EKKI NOKKRU MALI HVORT VIÐ FINNUM OLIU EÐA EKKI, henni yrði aldrei deilt með ESB. Þú getur nánast fundið gas eða olíu í hverju einasta ESB ríki en ekki eitt af þeim hefur deilt neinu af þessum auðlindum með ESB, það hefur aldrei verið þannig og mun aldrei verða þannig. Ísland er nánast sér á báti í Evrópu hvað varðar olíu eða gas í þeim skilningi, að við eigum ekki einn einasta dropa. En nú er íslendingar bara farnir að láta eins og við séum jafn fyrirferðamiklir og Rússar, Sádar eða Norðmenn í olíuútflutningi og því sé ESB með "alla" olíuna okkar á heilanum. Alveg furðuleg umræða.

Svo heyrir maður líka mikið í umræðunni að ESB geri ekkert annað en að sitja í reykfylltum bakherbergjum og plotta hvernig sé hægt að ræna jarðvarma og fallvatnsorkunni okkar. Við höfum aldrei flutt neina orku út til ESB, ekki eitt batterí, og afhverju í ósköpunum ætti þá ESB ríki að vera eitthvað meira umhugað um að seilast í orkuauðlindir okkar, frekar en skósólaverksmiðju í Slóveníu eða bílaverksmiðju í Svíþjóð. 

Jón Gunnar Bjarkan, 22.7.2009 kl. 21:00

2 identicon

Auðvitað getum við ekki staðið uppi í hárinu á Rússum ein og óstudd, ekkert frekar en ESB.

Þess vegna treystum við og ESB á vernd og stuðning Bandaríkjanna.

Þegar ESB verður ekki lengur háð rússnesku gasi og búið að koma sér upp herafla sem er nothæfur utan þriðja heimsins er hægt að líta í þá átt um stuðning og kjölfestu og velta hlutunum fyrir sér. En eins og málin standa núna er bara einn kostur í boði.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 22:02

3 Smámynd: Pawel Bartoszek

Sæll Hans, þetta er allt að smella hjá okkur hérna. NATó og varnarsamningurinn eiga að verja okkur hernaðarlega svo ég er nú kannski ekki hræddur við rússneska flugskeytaárás enn sem komið er. Það er rétt að við treystum á BNA við hefðbundnar varnir. En hinar efnahagslegu og pólitísku varnir landsins eru í molum og í þeim efnum hafa Bandaríkin (og NATÓ) ekkert gagnast okkur undanfarin misseri.

Þannig að komi til efnahagslegrar eða pólitískrar deilu við Rússa um norðursvæðin þá vil ég frekar vera innan efnahagslegra og pólítskra bandalaga heldur en ekki.

Pawel Bartoszek, 22.7.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Hans Haraldsson, ef þú heldur virkilega að Rússar eigi eitthvað erindi í ESB blokkina hvað varðar herstyrk, þá ertu nú eitthvað mikið áttavilltur.

Rússar eyða litlu broti af því sem ESB ríki eyða í hernað. Þeir eiga 1 flugmóðurskip á meðan ESB ríki eiga að mig minnir 7 flugmóðurskip(og a.m.k 3 ný flugmóðurskip sem eiga að koma í þjónustu eftir um 5 ár). Flaggskip þeirra eigin sjóhers er svo ónýtt að það fer ekki úr höfn án þess að því sé fylgt á eftir með dráttarbáti því það bilar svo oft. Samkvæmt eigin mati Rússneska hersins voru helmingurinn af herþotum þeirra brotajárn og ekki hæfar til flugs fyrir aðeins einu ári síðan. Þetta er Rússneski herinn í dag.

Að vísu eiga þeir andskotann allan af kjarnorkusprengjum frá kalda stríðinu, nóg til að eyða heiminum þrisvar sinnum. (Er það ekki fyrsta flokks dæmi um hversu kjánaleg forgangsröðun þeirra er í hernaðarmálum, hvers vegna ættu þeir að vilja leggja heiminn í rúst þrisvar sinnum, þá á meðal sjálfa sig þrisvar sinnum.). Þeir ásamt Bandaríkjamönnum eyddu fáránlegum fúlgum í einhvern fáránlegan cockfight um hver gæti átt meira af kjarnorkusprengjum, á meðan Frakkar til dæmis eyða sínum peningum frekar í að þróa tækni til að gera sínar sprengjur tæknivæddari. Þessar gömlu úreltu sprengjur verða svo líklega aldrei notaðar og mun ekkert hjálpa þeim og frekar verða þeim að skaða sjálfum ef skyldi verða slys.

Jón Gunnar Bjarkan, 22.7.2009 kl. 23:03

5 identicon

 Ég verð að viðurkenna að ég kem ekki auga á þær efnahagslegu eða pólitísku varnir sem Lettar eða Ungverjar eru að njóta umfram það sem við höfum. Írar eru að vísu að fá verðlausum ríkispappírum skipt í evrur en það er brot á Maastricht og það á en eftir að koma í ljós hversu langt sú "stefna" (spiluð meira og minna eftir hendinni) mun ganga og hve lengi hún mun endast.

Fyrirsögnin vísar í hervarnir og þær fáum við frá Bandaríkjamönnum eða engum eins og sakir standa. Ég nenni ekki í langa herfræðiþrætu við Jón Gunnar en bendi á að herafli ESB ríkja er byggður upp fyrir íhlutanir í þriðjaheimsríkjum, þeir hafa mjög takmarkaða getu til að takast á við þróaða heri í hefðbundnum átökum. Það sem meiru skiptir þó eru einmitt kjarnorkusprengjurnar. Ef átök á milli þróaðra ríkja brjótast út mun taktískum kjarnavopnum verða beitt ef þau eru á annað borð til staðar og geta breytt ósigri í sigur. Það færi engin að nota sverð og spjót í stríði og tapa ef hann á byssur - sérstaklega ef óvinurinn á engar byssur (en Evrópuríki eiga ekki smærri kjarnaodda, nákvæmnisvopn og annað sem þarf til takmarkaðs kjarnorkuhernaðar nema í mjög takmörkuðum mæli).

Eina ríkið sem getur boðið upp á sannfærandi fælingu gegn Rússum - í öllum hugsanlegum "sviðsmyndum" - er Bandaríkin og þannig verður það, a.m.k þangað til að einhverskonar samræmdur Evrópuher yrði að veruleika.  

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 02:41

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Gott að þú nefndir Lettland og Ungverjaland því þetta eru löndin sem við erum núna farinn að mæla okkur við. Áður fyrr þá vorum við að mæla okkur við hinar norðurlandaþjóðirnar, breta og svo framvegis, þetta var á þeim tíma sem þetta litla þjóðfélag var með um 13.000 milljarða erlent fjármagn til að leika sér við. Þá vorum með svo góðan efnahag að við höfðum ekkert í ESB að gera. Núna erum við löngu hætt að mæla okkur við þessu lönd heldur farinn að leita logandi ljósum að bara einhverjum ESB ríkjum til að réttlæta þetta helvítis rugl sem við erum kominn í. Niðurstaðan, Lettland og Ungverjaland, fyrrverandi kommúnista ríki tiltölulega nýlega skriðin undan járntjaldinu. Sjáið Lettland og Ungverjaland, þeir eru í vondri stöðu eins og við. Ég verð nú viðurkenna að grobbið og mikilmennskubrjálæðið hefur heldur betur dampast niður hjá ykkur.

Og hvernig var það aftur með Írland? Manstu ekki hvernig frasarnir voru fyrir 9 mánuðum síðan. Eini munurinn á Íslandi og Írlandi er einn stafur og 6 mánuðir. Þeir væru sko bara gjaldþrota og væru komnir á hausinn eftir 6 mánuði. Davíð Oddsson kom í sjónvarpið og lýsti yfir: "menn halda ennþá að við séum í vandræðum, en nei, nú mun ísland standa eftir skuldlaust, og þá munu menn sjá gengið styrkjast og skuldálag matsfyrirtækjanna lækka með undraverðum hraða."

Hvar er nú þetta gjaldþrot Írlands má ég spyrja?????????????????????

Varðandi Rússneska herinn, að þeir séu svo rosalega öflugir. Þetta er bábilja sem neo conar nota í bandaríkjunum til að halda þjóð sinni skíthræddri svo hún haldi áfram að styðja há útgjöld til hernaðarmála. Rússneski herinn er einn ryðhaugur og ógnar ekki neinum, neinum nema þá að honum tekst af og til að gera íslendinga skíthrædda af og til. 

Jón Gunnar Bjarkan, 23.7.2009 kl. 03:01

7 identicon

Jón Gunnar: Þetta gjaldþrota Írland er núna með meira atvinnuleysi en við og burðast með svipaðar skuldir þrátt fyrir að hafa haft helmingi minna bankakerfi miðað við höfðatölu og sú "góða staða" heldur ekki lengur en þangað til þýskir skattgreiðendur átta sig á því að þeir eru að styrkja Íra í gegn um seðlabanka Evrópu þvert á Maastricht.

Lettar og Ungverjar eru í miklum vanda og hafa ekki fengið teljandi aðstoð umfram þá sem Ísland hefur fengið (við látum það vera að fara út í það hversu gagnleg þessi aðstoð er). Þar eru löndin samanburðarhæf. Það er varla mikill tilgangur í því að bera aðstoðina sem Ísland hefur fengið við þá aðstoð sem lönd sem ekki þurfa aðstoð hafa fengið!


Öryggiskerfi á að skila aðstoð þegar hennar er þörf. Ég spyr því hvar aðstoðin sem Lettar og Ungverjar hafa fengið sé. 

Davíð hafði rangt fyrir sér en það þýðir ekki að hinir hafi þá rétt fyrir sér.

Ég legg ekki í að svara þessu vel rökstudda innleggi þínu varðandi hernaðarmálin.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband