Merkilegt en ekki alveg óviðbúið

Ótrúlega merkilegt hvað þeir kommenta um þessa frétt detta fullkomlega inn í hjólförin eftir því hvar þeir standa í aðild Íslands.

Nokkrar athugasemdir:

1) Það er ekki ómerkilegt að stærsti flokkur í stærsta fylki í stærsta ríki sambandsins skuli vera á móti aðild Íslands að sambandinu.

2) Það er heldur ekki algjörlega óviðbúíð. CSU er íhaldssamur flokkur bæði hvað varðar siðferðisleg mál, útgjöld hins opinbera og einnig Evrópumál. CSU var þannig andvígt upptöku Evrunnar.

3) Skoðanir CSU í þessum efnum endurspegla ólíklega stefnu stóra hægriflokksins CDU. Né heldur skoðanir þorra evrópskra hægrimanna. Ólíklegt er að samþykkt Íslands í ESB verði sérstökum erfiðleikum háð, þrátt fyrir þetta.

4) Raunar er athyglisvert að með aðildarumsókn Íslands munu öll fjögur umsóknarríkin eiga í  stórfelldum milliríkjadeilum við núverandi aðildarríki:

a) Króatía við Slóveníu um landamæri

b) Makedónía við Grikki um nafnið á fyrrnefnda ríkinu

c) Tyrkir við Kýpur um hersetu á norðurhluta eyjunnar

d) Ísland við Breta og Hollendinga um Icesave


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir það fyrsta er meirihluti Þjóðverja andvígur evrunni og hefur verið frá upphafi ef marka má ítrekaðar skoðanakannanir á liðum árum, en þeir voru auðvitað aldrei spurðir hvort þeir vildu fórna þýzka markinu.

Þess utan er CDU á sömu línu og CSU í þessum efnum. Þ.e. þeir eru andvígir frekari stækkun Evrópusambandsins a.m.k. að svo stöddu, sbr. þetta. Á Rúv.is í dag segir að eitt stefnumála í sameiginlegu framboði flokkanna í kosningum í haust sé að vinna bak við tjöldin gegn því að fleiri ríki fái inngöngu í sambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 13:33

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má geta að nýverið var greint frá mikilli andstöðu almennings í Þýzkalandi við það að Þjóðverjar bjargi öðrum evruríkjum frá efnahagsvandræðum þeirra, t.d. Írum, en rætt hefur verið um skeið um að það kunni að koma til þess. CSU segir einmitt að Þjóðverjar geti ekki bjargað Íslandi frá efnahagsvandræðum landsins. Vafalaust hefur Ísland orðið talsvert minna aðlaðandi í augum margra sem ESB-ríki í ljósi efnahagsástandsins hér.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Það verður að teljast afar ólíklegt að CSU takist að hafa einhver áhrif á inngöngu Íslands í ESB enda mjög ólíklegt að CDU þurfi að treysta jafn mikið á flokkinn og áður eftir næstu þingkosningar í Þýskalandi sem verða þann 27. September.

Einnig má telja það afar ólíklegt að Íslendingar kjósi að ganga ekki í ESB. Íslenskur almenningur er betur að sér en svo og áttar sig á því að öflugt alþjóðasamstarf og upptaka nýs gjaldmiðils er lykilinn að velsæld hér í framtíðinni.

Kjartan Jónsson, 18.7.2009 kl. 14:19

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Bæjaraland er stærsta fylki Þýzkalands, CDU þarf því að gera ansi vel til þess að þurfa ekki á samstarfið við þá að halda. Enda stendur ekki til að hætta því.

En Íslendingar munu seint samþykkja inngöngu í Evrópusambandið :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 15:39

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Pawel: 

Þú ert frábær bloggari!

Sendu mér skeyti eða hringdu í mig:

gudbjorn.gudbjornsson@tollur.is eða 891 97 52

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 23:40

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kemur samt (mér) pínulítið á óvart hve ríkið er sjálfstætt og mikil sjálfstæðishefð. (Tilheyrði aldrei Hansasambandinu)  Wiki segir að djókað sé með það í þýskalandi að fylkið tilheyri ekki þýskalandi - og sumir taki það alvarlega.

Fallegt svæði.  Flottar myndir.  

http://en.wikipedia.org/wiki/Bavaria

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 00:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er eðlilegt að fólk í Evrópusambandinu sem kann að fara með peninga, til að mynda Bæjarar, vilji ekki fá fjárglæframenn úr Sjálfstæðisflokknum í sambandið.

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband