Ástæða #2 - ferðafrelsi

Hér held ég áfram umfjöllum minni um það góða sem ESB hefur leitt til lykta. Í dag er fjallað um ferðafrelsið. 

Fyrir tæpum 7 árum átti ég heima í Berlín. Þar var ég í skiptinámsdvöl og leigði á hræódýrum stúdentagarði í Lichtenberg hverfinu ásamt nokkrum öðrum útlendingum. Ég var eitt sinn staddur í pólska sendiráðinu (ég er enn með tvöfaldan ríkisborgararétt) í einhverjum erindum rakst ég þar á Vadím, moldavískan félaga minn.

"Vadím, hvað í ósköpunum ert þú að gera hér?" spurði ég hann.

"Ég er að kaupa mér gegnumakstursáritun fyrir Pólland. Ég er að fara heim til mömmu um jólin og er að fara með rútu þannig að ég þarf víst einhvern svona pappír."

"Ha? Þarftu eitthvað svoleiðis? Bara til að keyra í gegnum landið?"

"Já, ég þarf reyndar líka að fara í úkraínska sendiráðið að redda sama þar."

Fyrir fyrri heimsstyrjöld þurfti ekki vegabréf til að ferðast milli landa í Evrópu. Menn hoppuðu í lest frá París til Berlínar eins og ekkert væri. Styrjaldirnar breyttu þessu. Flest löndin komu sér uppi flóknum kerfum landamæragæslu, vegabréfa, áritana, dvalarleyfa ofl. Í Sovétríkjunum þurfti meira að segja svokallað "innanríkisvegabréf" - til að ferðast innanlands.

passport.jpg

Ef til vill hafa  sumir Íslendingar kynnst þeirri reynslu að sækja um vegabréfsáritun til annars ríkis. Ég þori þó að fullyrða að þær raunir hafi í flestum tilfellum verið tiltölulega léttvægar samanborið við þá kínamúra sem janfaldrar foreldra minna í kommúnistaríkjunum lentu þegar þeir ætlu sér í nám, eða einfalda sumarlandafer

ð. Það var nefnilega svolítið þannig með okkur íbúa þessara ríkja, að föðurlandið vildi aldrei hleypa manni út, en vesturlandið vildi aldrei hleypa manni inn.

Sem betur fer heyrir allt þetta nú sögunni til, í það minnsta innan Evrópusambandsins. Ferðafrelsi milli aðildarríkja er einn af hornsteinum samvinnunnar. Vitanlega er hægt að ímynda sér að einhvers konar sambærilegu fyrirkomulagi hefði mátt ná með þéttu neti tvíhliða eða marghliða samninga. En það má samt ekki taka það af Evrópusambandinu sem er gott og hefur vel tekist, bara með þeim rökum að það hefði hugsanlega mátt gera það öðruvísi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband