Gott að menn láta ekki hræða sig.

Það er eru góðar fréttir að búið er að handtaka einhverja hinna grunuðu. Við eigum að gleðjast yfir því að menn leiti til lögreglunnar og treysti réttarkerfinu til að takast á við svona örmafíur. Það er hin rétta leið.

Það er auðvitað dálítið sérkennilegt þegar umræðan er orðin þannig að maður sér sig knúinn til að setjast niður og fordæma húsbrot og líkamsárásir bara fyrir það eitt að heita framandi eftirnafni. En svona er það nú bara.

Það væri auðvitað óskandi ef við litum á lögreglumál sem lögreglumál. Og ekki sjálfkrafa sem innflytjendamál bara út af því að einhverjir með skrýtin menn komi við sögu.

Það er vonandi að þessi frétt beri vott um það að engin sérstakur þagnarmúr sé meðal Pólverja um glæpi sem samlandar þeirra fremja og vonandi að íslensku lögreglunni gangi vel að greiða úr þessu og koma hinum seku til ábyrgðar. Hugsanlega þurfti einnig að fara auglýsa eftir pólskumælandi Íslendingum í lögguna. Það mundi eflaust reynast hjálp í því í framtíðinni.


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með hugmynd.



Hvernig væri ef við fengjum tímabundið að láni nokkra þaulreynda Pólska og

Litháenska hard core lögregluþjóna??  Menn sem vita hvar Davíð keypti ölið

þegar kemur að samlöndum þeirra. Þeir gætu líka spurt saklausa, (oft

íslensku-mállausa) "innflutta" fólkið hvað er í gangi og gefið þeim vernd.

 Vandamál eru duldir möguleikar. Það þarf bara að leysa þau. (Ég þoli ekki

þetta innflutta orð)

anna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband