Chuck Norris

Það var skemmtilegt flipp að Chuck Norris hafi stutt Mike Huckabee í prófkjörsbaráttu repúblikana. Annars hefur mér lengi þótt vanta heimfærða Chuck Norris brandara í íslenskri þjóðfélagsumræðu.

  1. Skiptimiðar sem Chuck Norris fær gilda í sólarhring.
  2. Chuck Norris tók einu sinni 3 einingar í sálfræði við Háskóla Íslands. Hann fékk engu að síður full námslán í 3 ár.
  3. Chuck Norris þarf ekki varamann í borgarstjórn.
  4. Chuck Norris fær að skipta jólabókunum fram í apríl.
  5. Jarðskjálftaspám Veðurstofunnar hefur hrakað mjög síðan að Chuck Norris hætti að birta æfingaáætlun sína á netinu.
  6. Chuck Norris getur núþegar keypt léttvín í matvöruverslunum.
  7. Chuck Norris sprengir ekki meirihluta, hann rotar þá. Með hringsparki.
  8. Chuck Norris þarf ekki hjálp frá Símanum til að láta það gerast.
  9. Chuck Norris fær 6% mótframlag í lífeyrissjóð.
  10. Það er algengur misskilningur að rauður kross í símaskránni þýði "Bann við auglýsingum". Þetta er einfaldlega merki fyrir þær konur sem Chuck Norris hefur ekki enn sofið hjá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minn bondar ekki nægilega vel við Hr. Norris. Spurning að finna innlent alternative. Bubbi? Joi Fel? Ingvar Sigurðsson? Gillzenegger?


Jaaaaaaaa, það er Gillzenegger! Gillz, gillz, gillz

svansson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband