Hve ódýrt er hægt að selja sig?

Mér finnst algjörlega ótrúlegt hve langt D-listinn í borginni hafi verið tilbúinn til að beygja sig til að upphefja Ólaf F., þennan ömurlega íhaldsmann.

 Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að vinna að færslu flugvallarins úr Vatnsmýri. Þeir ákváðu meira að segja að neita því að fara í samstarf í effarana út af þessu fyrir tveimur árum. En nú má beygja sig undir þessa vitleysu. Þrátt fyrir að meirihluti borgarbúa, meirihluti borgarfulltrúa og meirihluti innan sjálfstæðisflokksins sé á allt annarri skoðun.

 Það var svo bara í seinustu viku sem D-listinn gagnrýndi vinnubrögðin varðandi húsafriðun á Laugavegi. En nú á aftur að beygja sig undir ömurlegar skoðanir Ólafs F. enda er, bann við uppbyggingu í miðbænum atriði númer 2 á lista á nýgerðum málefnasamningi.

 Svona til að kóronera niðurlæginguna þá er Ólafur F. að verða borgarstjóri. Hver kenndi þessum mönnum að þeir væru einskis verðir og gætu látið allt sem þeir trúa á fara í tunnuna bara til þess að komast að.

Ég sé litla ástæðu fyrir frálslynt fólk til að styðja þennan 8 manna F-lista. Það þarf að skipta út borgarstjórnarflokk D-listans í heilu lagi fyrir næstu kosningar og fá inn almennilegt fólk, með fingurbjörg af sjálfsvirðingu og framsýni. Ef það tekst ekki þurfa frjálslyndir kjósendur að leita annað.

Ég trúði þessu fólki fyrir því að berjast fyrir færslu flugvallarins og uppbyggingu í miðbænum, ég man ekki eftir að hafa leyst það undan því trausti bara við það að þau slysuðust til að missa meirihlutann fyrir þremur mánuðum. 


mbl.is F-listi og D-listi í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef þér er svona illa við íhaldsmenn, hvað ertu þá að gera í Sjálfstæðisflokknum?

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.1.2008 kl. 02:34

2 identicon

Hjörtur, ef þú heldur að það séu eintómir íhaldsmenn í Sjálfstæðisflokknum þá ert þú eitthvað að misreikna þig. Ég myndi halda að íhaldsmenn væru í minnihluta þar (sem betur fer). Það þarf ekki annað en horfa á forystu flokksins og forystu ungliðahreyfinganna til að átta sig á þessari staðreynd...

IG (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Baldur Már Bragason

Ég hef ekki séð eitt viðtal, blogg eða annað þar sem fram koma skoðanir almennra borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins á atburðum gærdagsins.  Einungis Vilhjálmur hefur talað fyrir hönd sjálfstæðismanna.

Hvað segir þetta okkur?   Getur verið að þeim finnist þetta jafn furðulegt og flestum öðrum?

Baldur Már Bragason, 22.1.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Besti pistill sem ég hef séð um þennan skrípaleik.

Ég gat ekki annað en hlegið þegar "málefnasamningurinn" var lesinn, þar sem í fyrtu sætum voru friðun húsa, flugvöllurinn óhreyfður ofl. sem kemur beint úr öfgafullum hugmyndabanka Ólafs F.

Það eru takmörk fyrir því hversu ódýrt allur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðiflokksins getur selt sig fyrir stólana og því er ég fullkomlega sammála þér þegar þú segir best að skipta út öllum flokknum. Þetta er verra en BDSM bandalagið...

Víðir Ragnarsson, 22.1.2008 kl. 10:26

5 identicon

Sjálfstæðismenn áttu að sjá sóma sinn í að hafa sig hæga út tímabilið eftir dæmalaust klúður og drull upp á bak. Vilhjálmur var sviftur pólitísku lífi af "félögum" sínum, en sjálfur hlóð hann byssuna. Það sáu það allir sem vildu, að fyrst þetta fólk var reiðubúið að flengja foringja sinn með þessum hætti, átti Björn Ingi ekki von á góðu. Hann hafði því ekki mikið val. Þessi nýi meirihluti verður einhver sá óvinsælasti í áratugi og öruggt að sjálfstæðismenn munu ekki halda borginni eftir þetta tímabil. Sjálfur er ég sjálfstæðismaður, og mér heyrist flestir flokksmenn í kringum mig á sama máli. Ólafur F. borgarstjóri? Hvaða martröð er þetta eiginlega?

Hans (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:35

6 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Mér finnst það athyglisvert hversu Pawel og fleirri sjálfstæðismönnum er illa við nýjan meirihluta. Er það vel, það sýnir að enn er einhver pólitískur heiðarleiki til á hægrivængnum. Út úr samstarfi getur alltaf slitnað, það hefur gerst mögrum sinnum í pólitískri sögu Íslands. Hins vegar er það einsdæmi að uppúr slitni án málefnaágreinings. Nýi meirihlutinn er stofnaður af valdagráðugum einstaklingi sem virðist selja pólitískan heiðarleika sinn fyrir tímabundna setu sem borgarstjóri og algjörlega án stuðnings samframbjóðenda sinna! Svo finnst mér, eins og Pawel, borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins leggjast ótrúlega lágt. Það góða við þetta er að F listinn og B listinn munu þurrkast  út í næstu kosningum og S og V ná meirihluta, sem ætti að geta orðið jafn langlífur og R listinn. Ætli ríkisstjórnarsamstarfið súrni ekki líka og við sjáum vinstristjórn eftir næstu þingkosningar líka.

Guðmundur Auðunsson, 22.1.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband