Lögregluhundur stækkunarmála

Það hefur löngum vafist fyrir mönnum að þýða orðið Kommisar yfir á íslensku. Ég legg til að orðið verði þýtt "lögregluhundur" samanber Kommissar Rex, sem þýtt var lögregluhundurinn Rex.

Olli Rehn er því engin stækkunarstjóri. Hann er lögregluhundur stækkunarmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Skondið að þú nefnir kommissar sambandsins í færslu undir fallandi Berlínarmúrnum.

Sú hugsun leitaði oft á mig er ég fékkst við þýðingar og yfirlestur á ESB skjölunum vegna þátttöku okkar í EES,  að við fall Berlínarmúrsins hefði sá vondi losnað úr læðingi og flúið í ofboði vestur til Brussel

"Mother knows best" verður "Brussel knows best" og þá er bannað að malda í móinn!

Flosi Kristjánsson, 8.9.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kommissar Rehn.  Hljómar vel.  Sé hann fyrir mér í anda stela skinkusamloku af einhverjum.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.9.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Því miður er umræðan á blogginu á svo lágu stigi að undrum sætir. það sannið þið sem hér látið ljós ykkar skína að framan. Að kall Olli Rehn "lögregluhund" er auðvitað ekkert annað en bull og svívirðing. Þeir sem ekki geta rætt mál án slíks er mikil vorkunn og ef þið haldið að þið séuð sniðugir þá vaðiði í mikilli villu.

Vonum að Eyjólfur hressist.

Sá síðasti að framan hlýtur að eiga ættir til Ólafsfjarðar en miðað við hans innleggi þá er hann ekki laukur sinnar ættar, man eftir manni með þessu nafni sem aldrei hefði látið slíkt bull út úr sér fara.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.9.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Sjóveikur

sammála Pawel  og svo kemur afsprengi "bændahöfðingja klíkunnar" hér að ofan og kennir mönnum að "feta í fótspor meistarans"  minn kæri Sigurður, það er liðin tími að við "tyggjum á dönsku" og við skulum bara horfast í augu við sannleikann eins og hann er !

Bytlingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!

Kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 9.9.2009 kl. 13:38

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurður, þetta var nú bara létt spaug. Það sjá allir. En það má kannski ekki spauga um Evrópusambandið að mati sumra frekar en teikna skrípamyndir af Múhameð að mati annarra...

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.9.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband