Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Nú er ég búinn að missa trúna á þér

Sæll Pawel! Flest, sem þú hefir skrifað,hefir verið frábærlega rökstutt. Ég hafði trú á þér sem komandi manni, og enn þá betra, Pólverji, sem þannig legði sitt til á svo góðan hátt, að það hlýtur að hafa dregið úr útlendingafælni Íslendinga. En nú ætlarðu að taka sæti í nefnd, sem hefir ekkert að segja í raun og veru, vill leggja "frumvarp" sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hefir samkvæmt núgildandi stórnarskra´ekkert gildi. Þetta yrði aðeins mjög dýr skoðanakönnun. Og þar sem "stjórnlagaþingið" var augljós tilraun stjórnarinnar til að dreifa huga fólks, ekki neinn sérstakur áhugi á umbótum, enda er flest eða allt, sem frambjóðendur töldu upp sem hugðarefni, t.d. mannréttindi, sem líklega var algengasta svarið, þegar tekið fyrir í stjórnarskránni. Það sem meira er - mannréttindi í stjórnarskrá og í framkvæmd eru alls ekki sömu hlutirnir. Mörg einræðisríki hafa mannréttindaákvæði tekin beint úr stjórnarskrám lýðræðisríkja. Þau eru bara ekki virt. Þrátt fyrir allt virðir Ísland (jafnvel með núverandi óstjórn) almenn mannréttindi. Framkæmdin er í lagi, hverju þarf við að bæta? Eins og ég sagði, þú ert gífurlega vel gefinn maður, það viðurkenna allir, en hvernig í ósköpunum datt þér í hug að ganga í þessa hugardreifingargildru máttlausrar stjórnar. Ef þú ímyndar þér, að stjórnlaganefndin muni hafa einhver áhrif, þá ertu enn þá gáfaður, en við það bætist draumóramaður. Kær kveðja Óttar

Óttar Ísberg (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband