Prýðisfýr hann Þorsteinn

Mikið væru þetta nú góðar fréttir ef sannar reyndust. Ekki nóg með að Þorsteinn sé vandaður maður, heldur er það auðvitað hans stærsta pólitíska tromp að vera ekki krati, en því færri kratar sem koma nálægt þessu ferli því líklegra er að eitthvað verði úr því.

Mikið vona ég  að menn slysist ekki til að velja einhvern "óháðan og ópólitískan" í þetta starf. Það eru nefnilega oftast bara önnur orð yfir "ekki hægrimaður" og "krati". Mér er til efs hvers vegna það þyki sérstakur kostur í pólitík að hafa haldið sig frá henni. Ef menn velja í fótboltalið, er þá sérstaklega eftirsóknavert að hafa þar fólk sem ekki hefur spilað fótbolta áður?


mbl.is Þorsteinn og Össur funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ertu viss um að Þorsteinn sé ekki krati?

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.9.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við vitum alveg hvar við höfum Þorstein – hann er á bandi Evrópubandalagsins.

Jón Valur Jensson, 8.9.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Pawel Bartoszek

Ja, hann hefur allavega ekki skrifað greinar á heimasíður annarra stjórnmálaflokka, öfugt við þig, Hjörtur. Og hann er enn í Sjálfstæðisflokknum, öfugt við þig, Jón Valur.

Pawel Bartoszek, 8.9.2009 kl. 14:58

4 identicon

Þorsteinn er krati og er þegar kominn í Evrópusambandið. Þar að auki hefur hann staðið í auglýsingaherferð til höfuðs Sjálfstæðisflokknum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:06

5 Smámynd: Pawel Bartoszek

Við getum vissulega látið orðið krati ná yfir alla sem aðhyllast aðild að Evrópusambandinu. Með þeim hætti þá voru það kratar í Þjóðarflokknum á Möltu sem börðust fyrir ESB-aðild Möltu en [setja inn eitthvað orð annað en "kratar" hér] í Verkamannaflokknum börðust á móti henni.

Hvernig mundi heimurinn líta út ef að baráttumenn gegn skýrri merkingu nafnorða næðu sínu framgengt?

A: Engin hægrimaður er fylgjandi Evrópusambandinu.

B: Hvað með Pawel Bartoszek?

A: Nei, hann er ekki hægrimaður, hann er krati!

B: Ha, af hverju er hann krati?

A: Jú, sko sjáðu til. Hann er fylgjandi Evrópusambandinu.

B: Fyrirgefðu, nú sé ég rökvillu mína.

A: Ekkert mál, kemur fyrir versta fólk!

Pawel Bartoszek, 8.9.2009 kl. 15:20

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fínt að virkja Þorstein í þetta.

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og sona og með ágæta reynslu.

Þekkir líka vel til ESB eins og heira má á mæli hans um viðkomandi samband fullvalda lýðræðisríkja Evrópu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2009 kl. 16:39

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að Þorsteinn þessi, sem er lögfræðilærður, skuli vilja gefa Evrópubandalaginu löggjafarvald yfir Íslandi og taka til við að semja mestöll lög yfir þetta land – þvert gegn stjórnarskrá okkar – og una því ekki bara vel, heldur gerast stöðugur áróðursmaður fyrir þetta markmið, er ótrúleg óbilgirni. Á HANN svo að semja við þetta evrópska stórveldi fyrir OKKAR Íslendinga hönd?!

Jón Valur Jensson, 8.9.2009 kl. 17:29

8 Smámynd: Pawel Bartoszek

Ég held að þegar kurteisi hafi verið kennd í heiminum þá hafi Jón Valur verið á HTML-námskeiði að læra gera bold og underline. Mér er enn minnistætt þegar þú, Jón, hélst því fram fyrr um árið að menn eins og ég, sem höfðu ekki íslenska forfeður ættu helst ekki að tjá sig um Evrópumál. Það þótti mér ljótur málflutningur. (http://evropunefnd.is/almennt/article/2009/03/20/atokin-tha-og-nu/)

"Þorsteinn þessi", "gefa Evrópubandalaginu [sic] löggjafarvald". Ja, hérna hér. Eigum við ekki bara segja að ég sé hjartanlega ósammála þér. Ég lít ekki svo á aðildarríki "gefi" Evrópusambandinu löggjafarvaldið, og ég veit ekki til að neitt aðildarríki ESB líti svo á heldur.

En ekki hlusta á mig. Ég er ekki kominn af Jóni Arasyni.

Pawel Bartoszek, 8.9.2009 kl. 20:16

9 identicon

Ég veit ekki með mannasiði Jóns Vals, en bold og underline inn í HTML er röng notkun á HTML.

J. H. Jakobsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 10:18

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Pjatt er þetta, J.H.J. Það er ekkert bold hér, enda ekkert raunar rangt við bold, og þa eina udirrstrikaða hér er það vegna þess að þetta er tengill á grein.

Á vefslóðinni, sem Bartoszek vísar á, segi ég EKKI, að hann ætti helzt ekki að tjá sig um Evrópumál, heldur: "En kannski Pawel Bartoszek kunni ekki að meta þessi réttindi [fullveldisrétt okkar Íslendinga, "til löggjafar og stjórnar á málum okkar, sem farinn yrði til meginlandsins, kæmi ekki sjálfkrafa aftur", ef við létum innlimast í EB], enda voru það ekki hans forfeður og ættmenn sem börðust fyrir heimt þessa sjálfstæðis og þessara réttinda hér á landi." – Ég á við, að hann er kannski ekki eins sár yfir missi þessara þjóðlegu réttinda og ella væri (ekki, að hann megi ekki tjá sig), en fer ég þar kannski með rangt mál? Fari ég með rangt mál um það, getur hann sagt það, en ekki snúið þessu yfir í tal um allt annað, sem ég hef ekki sagt.

Jón Valur Jensson, 9.9.2009 kl. 13:07

11 Smámynd: Pawel Bartoszek

Ég held að ég leyfi bara öðrum að dæma um það með sjálfum sér hvort að tilvitnunin sem Jón Valur vísar til sé málefnegt innlegg í umræðu um ESB eða tilraun til að gera algjört aukaatriði, þ.e.a.s. uppruna höfundar að umræðuefni.

En svona í algjöru framhjáhlaupi, þá tíðkast það að Íslendingar séu ávarpaðir með fornafni sínu. Ég bið því Jón Val, með fullri vinsemd, um að kalla mig "Pawel" en ekki "Bartoszek" eins og hann hefur gert af og til, hér sem annars staðar.

Pawel Bartoszek, 9.9.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband