Matvælaverð á Norðurlöndum frá 1990

Eftirfarandi graf sýnir matvælaverð á Íslandi, í Noregi, Svíðjóð og Finnlandi frá 1990 til 2001. Seinni tvö löndin gengu í ESB, en ekki fyrstu tvö. (Fengið úr skýrslunni)

 

 Samanburðurinn milli Noregs og Svíþjóðar er afar forvitnilegur, enda varla til samanburðarhæfari lönd í heiminum en það góða par. Erfitt er að ráða í þetta öðruvísi en svo að ESB-aðild hafi lækkað matvöruverð verulega. Það er góð hugmynd hjá BÍ að rannsaka (eins vel og hægt, því ekki verður allt rannsakað) hver áhrif aðildar á þessi 10 þúsund sem vinna í landbúnaði og tengdum greinum verða. Hins vegar má ekki gleyma hagsmunum allra hinna, þeirra sem matinn kaupa.

Margt þyrfti að gera til að aðild verði bændum ekki óhagstæð. En flest rök hníga að því að frá sjónarhóli kaupenda matvöru verði hún til bóta.

 


mbl.is Bændasamtökin fagna skýrslu um áhrif ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Núverandi niðurgreiðslur/tollavernd til handa bænda er gjörsamlega óraunhæf, innan ESB og með heimskautalandbúnaðar undanþágunni þá yrði íslenski landbúnaðurinn enn með einhverja hæsta ríkisstuðning í veröldinni, ef það dugar þeim ekki, þá geta þeir ekki búist við því að íslenska ríkið styðji þá meira.

Landbúnaðurinn mun bara einfaldlega þurfa að breytast eftir inngöngu í ESB og hann mun gera það, nákvæmlega eins og hvernig iðnaður breyttist hér á landi eftir inngöngu í EES. Þá hættum við að framleiða allskyns rugl sem var engan veginn samkeppnishæft við erlendar vörur og upp fór a spretta hátækniiðnaður í staðinn eins og Marel, Actavis, Össur og CCP. Sumsé, það var mikið framfaraskref fyrir iðnað að ganga í EES og ég trúi því að það get vel verið jafn mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað að ganga í ESB.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 03:14

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kaupmáttur í Noregi er miklu hærri en Svíþjóð.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2009 kl. 06:10

3 Smámynd: Pawel Bartoszek

Takk fyrir þessa ábendingu Sigurður, ertu með heimild máli þínu til stuðnings?

kær kv. Pawel

Pawel Bartoszek, 16.7.2009 kl. 08:16

5 Smámynd: Jens Ruminy

Það sem mig vantar í allri þeirri umræðu eru tækifæri fyrir íslenskan landbúnað sem opnast með ótakmarkaðan aðgang að innra markaði líka fyrir fisk- og landbúnaðarafurðir.

Íslenskt lambakjöt er svo gott að það geti selst vel þó það væri dýrara en t.d. nýsjálenskt, að mínu mati, ef bara varnartollurinn er ekki lengur lagt á það. Grænmeti úr hreinni náttúru, ræktað með jarðvarma er jafngott, ef ekki betur, og hollenskt eða belgískt gróðurhúsagrænmeti, þar sem rafmagnið til lýsingar er framleitt í kola- eða olíuorkuver. Allt bara spurning um rétta markaðssetningu.

Sem dæmi vil ég nefna að sænski mjólkurafurðaframleiðandinn Arla er vel inn í þýskum markaði, þó það hafi verið til alveg nóg mjólk þar fyrir inngöngu Svía í ESB.

Jens Ruminy, 16.7.2009 kl. 11:04

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Mig minnir að tollar á fisk frá Íslandi til ESB séu 10% á óunnum fisk en 20% á fullunnum fisk. Hversu mörg hundruð störf ef ekki þúsundir geta skapast hér á landi ef að fullvinnsla á fiski sé flutt hingað til lands, bæði í bein störf, og hlutastörf eins og flutningur og fiskvinnslutækja(Marel)? Hversu marga milljarða myndi slíkt skapa í auknar gjaldeyristekjur?

Jafnvel þó að fullvinnslan væri ekki flutt til íslands, þá ættu útgerðafyrirtæki samt að geta fengið 10% meira fyrir sínar afurðir erlendis þar sem tollarnir eru felldir niður. Ef heildsali er tilbúinn að borga við skulum segja 1100 krónur fyrir kg af þorski þá fer 1000 krónur til útgerðarfyrirtækisins, en 100 krónur í tollar, ef þessir tollar eru felldir niður þá aukast rekstrartekjur um 10% hjá útgerðinni. Ef að menn eru svo í vandræðum með að losna við fiskinn eins og tilfellið virðist vera núna í kreppunni hef ég heyrt, nú þá hafa menn meira svigrúm til að lækka verð og gera vöruna samkeppnishæfari. 

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband