Ræsum nú kamíkatse vélarnar, Evrópumenn.

Að mörgu leiti undarlegur dagur í dag. Hluti íslenskra Evrópusinna samþykkti að fara í aðildarviðræður við ESB, með fulltingi hluta einhvers harðasta kjarna andstæðinga þess.

Það veldur mér vonbrigðum að ekki hafi tekist að ná breiðari sátt um málið. Innan sumra flokka voru menn leitandi klárlega að leita að e-i ástæðu til að geta stutt málið. Undarlegt er að ekki hafi verið gert meira að því að ná sem breiðastri samstöðu um málið.

Var til dæmis eitthvað stórkostlegt að því að samþykkja breytingartillögu Vigdísar Hauksdóttur um að setja fram skilyrði í aðildarviðræðunum? Það hefði getað þýtt nokkur atkvæði til viðbótar frá Framsókn.

Var eitthvað að því að samþykkja að a.m.k. fresta Icesave fram að hausti, til að fá allavega 2 atkvæði frá Borgarahreyfingunni?

Var síðan eitthvað að því að samþykkja seinni tillögu um EINA bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu frá Sjálfstæðisflokknum og fá þannig nokkur atkvæði þaðan? Er það nú svo hræðilegt að þurfa kjósa eftir 2 ár? Næðist þá líka sátt um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar?

 Ég mundi telja það best að fá sem flesta Evrópusinna um borð frá upphafi, en ekki að neyða hluta þeirra í hjásetur og andstöður, bera út af formágreiningi. Samfylkingin gerði ekki sérstaklega vel...

Þetta er hins vegar staðreynd að búið er að sækja um aðild, til allrar hamingju. Þeir sem hér búa eiga rétt á að taka afstöðu um það í hvernig landi þeir vilji búa. Sjálfur vil ég búa í opnu landi, með frjálsu hagkerfi og stöðugum gjaldmiðli. Í landi sem er umhugað um pólitíska stöðu sína og sækir í samstarf með þeim ríkjum sem það á samleið með. Ég vil búa í opnu, frjálsu, lýðræðislegu Evrópuríki, og ég vil langhelst að það sé Ísland.

 


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég óska þér engu að síður til hamingju!

Þetta mál er - þrátt fyrir ekki nógu góða samstöðu - gott fyrir alla Íslendinga, hvort sem þeir eru kommar, kratar, miðjumoð eða íhaldsmenn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Heyrðu Pawel, hvernig leist þér á að Jerzy Buzek hafi verið kosinn forseti ESB þingsins? Ég er helvíti sáttur með þetta enda hef ég alltaf sagt að Austur Evrópa sé mikilvægastu löndin, og Pólland sem stærsta austur Evrópu þjóðin sé því allra mikilvægasta landið innan ESB. Það sé því mikilvægt að Pólland fái meiri völd innan ESB. Allt ríður á að efnahagsþróun og félagsleg þróun í Austur Evrópu verði sem allra hröðust og vel heppnuð svo jafnvægi komist á innri markaðinn og ESB geti hafið stækkun á ný.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Allir menn eiga það sameiginlegt að þeir sækjast eftir hamingju í lífinu. Flestir vilja einnig njóta frelsis sem er hluti af hamingju.

Hvernig getur nokkur maður verið hamingjusamur í því ástandi og óvissu sem nú er?

Með skýrum rökum hefur margsinnis verið bent á að Íslandi er betur borgið í bandalagi þjóðanna en fyrir utan. Sem betur fer eru allar líkur á því nú að svo verði loks.

Kjartan Jónsson, 17.7.2009 kl. 17:20

4 Smámynd: Pawel Bartoszek

Hmmm Dóra, ég held að meirihluti pólsku þjóðarinnar leggi ekki þennan sama skilning og þú. Í nýjustu Eurobarometer könnun taldi 65% aðild póllands að sambandinu vera góðan hlut, 25% sagði hvorki né og aðeins 7% að aðildin væri slæmur hlutur.

Ég hef ekki kynnt mér þetta tiltekna atriði nákvæmlega, væri gaman að sjá meira um þetta ef þú hefur einhverjar frekari upplýsingar. Pólverjar hafa enn ansi hátt hlutfall fólks sem fæst við landbúnað eða tengdar greinar , 40% skv. sumum útreikningum. Ætli beingreiðslur af sama umfangi yrðu sameiginlegum sjóðum þungur baggi og auk þess væri ekki óæskilegt þannig séð að kynda undir að fleiri fengust við önnur störf.

Hins vegar var ekki svo að Sambandið hafi ekki sýnt neina lipurð í samskiptum við Pólland. Stjórnin hafði þannig áhyggjur af því stjórnsýsla landsins væri ekki undir það búin að sýsla með beingreiðslurnar og þær myndu því ekki skila sér að fullu. En við þessu var brugðist og peningurinn settur beint í ríkissjóð svo hann færi ekki forgörðum þótt formgallar væru á umsóknum bænda. Þannig að í mörgum tilfellum eru þjóðir á einhverjum sérdílum.

Pawel Bartoszek, 17.7.2009 kl. 23:30

5 identicon

Það er vænatanlega pólska ríkið sjálft sem ræður styrkjunum og líklega kenna stjórnmálamenn í Póllandi ESB um eins og háttur er stjórnmálamanna í Evrópu þegar kemur að neikvæðum hlutum. Hefði annars haldið út frá sjónarhorni skattborgara að það væri gríðarjákvætt að styrkir og beingreiðslur frá skattgreiðendum séu takmarkaðar til bænda í Póllandi.

Það er hálfömurlegt að fólk skuli ganga út frá því að styrkir til bænda séu eðlilegur hlutur.

Dude (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 09:47

6 Smámynd: Pawel Bartoszek

Sæl aftur Dóra,

Ég fer nú ekki að rífast við pólsku vinkonu þína í gegnum kommentakerfið mitt, en ég er allavega ekki sammála henni hvað þetta varðar, mér finnst mismunandi upphæð beingreiðslna ekki nóg til að tala um glæpsamlega mismunum. Gleymum því ekki að tekjumunur er töluverður milli landanna, svo að þær gera án efa sitt, þó lægri séu.

Varðandi hina persónulegu spurningu þína þá er svarið það að ég erfi það hvorki við Þjóðverja að hafa ráðist inn í Pólland né við Frakka og Breta að hafa ekki komið okkur til aðstoðar, sem umdeilt er hve mikið þeir voru færir um á þessum tíma. Ég kýs að líta fram á við.

Bretar hafa reynst Pólverjum vel eftir inngönguna, þeir ásamt Írum, og síðar einnig Íslendingum opnuðu land sitt fyrir pólsku verkafólki frá fyrsta degi sem hefur gefið okku margfalt meira heldur enn allar beingreiðslur og byggðaþróunarstyrki. Og að mínu mati einmitt inntakið í því besta í Evrópusamvinnunni. Íslendingar eiga einnig þakkir skildar fyrir sitt framlag í þessum málum enda efa ég ekki að það lán sem pólska stjórnin veitti Íslendingum í kjölfar hrunsins tengist frjálsri för verkafólks og þeim fjölda Pólverja sem sest hafa hér að.

Pawel Bartoszek, 18.7.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband