minnislausa nöldurkynslóðin

Ja, hérna, foreldrafélög og læti. Heilagir forráðamenn að sækja sautján ára syndaseli og geta svo fussað sig máttlausa í kaffitímanum á mánudaginn. Það veldur einhverjum eflaust vonbrigðum að sjá börn sín full, það er auðvitað spurning hvernig börnunum liði að sjá hina heilögu nöldurkynslóð foreldra sína á árshátíðum núna um helgina. Eða hvað þá fyrir 20 árum... í vodkaíkókinu nonstopp... og allir að reykja.

Ég held að það sé engin spurning um að djammmenning ungs fólks hafi batnað stórkostlega og örugglega ekki verið betri hundrað ár...

Heimurinn er fullur af umhyggjusömum foreldrum og velmeinandi fólki sem vill ólmt forða börnum sínum frá því að brenna sig á sömu eldunum og það sjálft ... en þetta virkar bara ekki þannig ... 


mbl.is Talsverð ölvun á skóladansleikjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband