Nokkrar leiðir til að missa meiri samúð

Það mætti halda að það væri ólíklegt að menn öfluðu mikillrar samúðar með því að hindra fólk sem vill komast í frí til ættingja erlendis og er að missa af tengiflugum. Hérna er listi yfir hluti sem vörubílstjórar geta gert til að afla málefni sínu málstað með því að níðast á venjulegu fólki.

1. Stífla allar akstursleiðir í átt að unglingalandsmóti í 12 tíma, til að þrýsta á stjórnvöld.

2. Sturta bílförmum af taði fyrir framan alla leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, til að þrýsta á stjórnvöld.

3. Loka akstursleiðum að Landspítalanum í sólarhring, til að þrýsta á stjórnvöld.

4. Fara með heilstuspillandi farm í Heiðmörk og sturta honum niður, í vatnsból Reykvíkinga, til að þrýsta á stjórnvöld.

5. Trufla tónleika hjá lúðrasveit barna með því að þenja bílflauturnar og þrýsta þannig á stjórnvöld.

6. Keyra alltaf á 70 í 30 hverfum, til að þrýsta á stjórnvöld.

7. Stoppa fyrir framan ellliheimili um miðja nótt, flauta og blikka ljósum í 3 klukkutíma, til að stjórnvöld vakni
mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband