Fullveldissinnaða vélmennið Þorbjörn - #1


Hvers vegna (í ósköpunum) ég styð Gísla Martein

Fyrir nokkrum árum vakti það jákvæða undrun manna þegar stjórnmálamaðurinn Pétur Blöndal hélt, í aðdraganda prófkjörs, málfundi þar sem hann talaði um stjórnmál. Afskaplega nýstárlegt. Ef ég væri þessi heimsósómatýpa sem ég er ekki þá gæti dregið það saman í að það "sýni hvert stjórnmálin eru komin" þegar "eðlileg málefnaleg umræða er farinn að vekja sértstaka eftirtekt" og er álítinn "einstaklega frumlegt útspil" hjá þeim sem á í hlut.

Í aðdraganda þessara kosninga hefur einn frambjóðandi gert eitthvað svipað. Haldið fyrirlestra um hvernig hann vildi sjá Reykjavík verða. Þessir fyrirlestrar hjá Gísla eru auðvitað afskaplega kærkomin tilbreyting frá slagorða- og bæklingakosningabaráttum sem flestir hafa að venjast. Já, vel á minnst, ef ég fer einhvern tímann í prófkjör og enda á því gefa bækling þar sem ég segist vilja "hlúa vel að öldruðum og tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld" þá má rífa úr mér táneglurnar með töng.

En það er ekki nóg með að aðrir frambjóðendur í efstu sæti blikna í samanburði við Gísla þegar kemur að hugmyndafræðilegri og málefnalegri framsetningu skoðana sinna. Svo vill líka til að sú hugmyndafræði sem Gísli leggur upp með fellur algjörlega að þeirri sýn sem ég hef haft. Reykjavík á að nýta og virkja kosti þess að vera borg. Við eigum að byggja þétt, efla okkur inn á við, fjölga valkostum þeirra sem vilja búa í göngu og hjólreiðafæri við þjónustu og atvinnusvæði. Síðan eigum við að finna flugvellinum stað fyrir utan miðbæinn og byggja í Vatnsmýrinni þá borg sem hefði byggst þar upp um 1900 ef hetjuleg barátta íslensks bændaaðals gegn þéttbýlismyndun hér á landi hefði ekki tafið borgaruppbyggingu á Íslandi um 2-3 aldir.

Við Gísli höfum ekki endilega alltaf synt eftir sama straumnum, stundum þegar hann ræðir landstjórnmál þá hentar mér best að halda fyrir eyrun og syngja þjóðsöng Evrópusambandsins hátt og glatt, en þegar snýr að borgarmálum þá er sýn hans skörp og skynsöm, og það er hugrakkt af honum að setja hana fram svona skýrt eins og hann hefur gert. Fyrir það á hann skilið bæði atkvæði mitt og stuðning.


mbl.is Sjálfstæðismenn með prófkjör í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unglingadrykkja my ass

Enn og aftur er verið að nota unglingur yfir fjárráða fulltíða fólk með kosningarétt. Með þessu áframhaldi nær undirritaður unglingsaldri aftur áður en langt um líður.


mbl.is Vilja banna bjórkvöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlinn að græða

Þessi samevrópski markaður með losunarheimildir er algjör snilld.
mbl.is Pólverjar selja meiri losunarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö þúsund Evrópusinnar

Nei, kannski ekki alveg. En það er afar athyglisvert að Ryanair tók virkan þátt í seinni þjóðaratkvæðagreiðslnni um Lissabon-sáttmálann og styrkti já-hliðina með ýmsu móti, sérstaklega með beinum auglýsingum. Forstjóri Ryanair sagði til að mynda, sem er rétt hjá honum, að lággjaldaflufélög líkt að Ryanair hefðu ekki getað orðið til nema með tilstuðlan ESB og fleira í þeim dúr.

Hér má sjá karlinn í kappræðum við Declan Ganley um Lissabon-sáttmálann. Takið eftir hvernig hann tekur Ísland sérstaklega fyrir.

 

 


mbl.is Vilja Ryanair til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarlag til alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Það hefur svo margt verið sagt um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í gegnum tíðina að mér þótti hann verðskulda eina litla ballöðu eða svo. 

 

 

 

Í fögru landi vestanhafs, þar sitja nokkur þúsund manns
og vinna hörðum höndum við að reyna bjarga löndum
þau láta alltaf sjá sig þegar löndin kúka á sig
Ekkert stress, þú ert í hlýjum faðmi AGS.

því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Það er sjóðurinn minn

Í kjölfar góðra lána, gengið styrkist, vextir skána
Hann er hér, Til að hjálpa mér og þér.
Svo lengi sem hann verður mun engum skaði gerður
En ef hann fer, mun aftur koma svartur óktóber.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn...

Ég nenni ekki lengur að hlusta alla þessa svartsýni
Allir svo fullir gagnrýni 
engin bjartsýni né framsýni
Allan daginn út og inn fólk að drekkja sínum sorgum
en það er dagur eftir þennan
og hann heitir "á morgun"
Allir hugsa um eiginn þarm, enginn horfir í eiginn barm
allir flagga sínum harm og sorgum úr 300 fermetra skýjaborgum
Í gegnum þetta allt ég reyni ekki að missa móðinn
En ég elska allt í útlöndum 
og ég elska Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

 


mbl.is Lán AGS tilbúið í lok október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni um mest outrageous fullyrðingu um evrópusambandið

Ég hef ákveðið að start samkeppni meðal moggabloggara um mest-öfgafulla staðhæfingu/slagorð um Evrópusambandið.

Mín tillagaí keppnina er:

"Eina leiðin út úr helvíti Evrópusambandsins er í gegnum skorsteinana í Auschwitz."

 


mbl.is Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg dagsetningartilviljun

Það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Obama skildi hafa tilkynnt þessa ákvörðun sléttum 70 árum eftir innrás Sovétríkjanni inn í Pólland þann 17. sept. 1939.
mbl.is Rússar fagna ákvörðuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berlín um helgina

Um helgina ætla ég að halda áfram á þeirri herferð minni um að hlaupa maraþon í hverju ríki Evrópusambandsins. Við Haile Gebresselassie munum sem sagt hlaupa Berlínarmaraþon á sunnudaginn. Ásamt reyndar tæplega 40 þús öðrum. Það verður án tilfinningaþrungið að hlaupa í þessari sögulegu borg. En það er einmitt í kringum rás og endamark hlaupsins sem þau sterku orð sem eru einkennisorð þessa bloggs voru mælt.

Það er nú ekki lengra síðan. Nú eru Berlín, Þýskaland og Evrópa sameinuð. Það þurfti samt einhvern til að setja fram þá sýn, einu sýn sem meikaði sens í stað þess að benda sífellt á spasl og millileiki. Það getur ekkert annað markmið verið göfugt en það að gaddavírsgirðingar og sjálfvirkar vélbyssur eiga ekki að vera eðlilegur hluti tilverunnar. Opin landamæri milli ókúgaðra þjóða. Það á að vera eina markmiðið.

Þeir sem vilja styðja mig í þessari vegferð minni um að ljúka sem flestum ESB maraþonum geta gert það með einföldum hætti, stutt inngöngu Íslands í sambandið, því þá mun mývatnið í vor teljast með.


Besti kaflinn er...

14. II b

"Hafa öll járnbrautarfyrirtæki hlotið öryggisvottun af hálfu hins opinbera?"

 


mbl.is Spurningalisti ESB birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband