Hvers vegna (í ósköpunum) ég styð Gísla Martein

Fyrir nokkrum árum vakti það jákvæða undrun manna þegar stjórnmálamaðurinn Pétur Blöndal hélt, í aðdraganda prófkjörs, málfundi þar sem hann talaði um stjórnmál. Afskaplega nýstárlegt. Ef ég væri þessi heimsósómatýpa sem ég er ekki þá gæti dregið það saman í að það "sýni hvert stjórnmálin eru komin" þegar "eðlileg málefnaleg umræða er farinn að vekja sértstaka eftirtekt" og er álítinn "einstaklega frumlegt útspil" hjá þeim sem á í hlut.

Í aðdraganda þessara kosninga hefur einn frambjóðandi gert eitthvað svipað. Haldið fyrirlestra um hvernig hann vildi sjá Reykjavík verða. Þessir fyrirlestrar hjá Gísla eru auðvitað afskaplega kærkomin tilbreyting frá slagorða- og bæklingakosningabaráttum sem flestir hafa að venjast. Já, vel á minnst, ef ég fer einhvern tímann í prófkjör og enda á því gefa bækling þar sem ég segist vilja "hlúa vel að öldruðum og tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld" þá má rífa úr mér táneglurnar með töng.

En það er ekki nóg með að aðrir frambjóðendur í efstu sæti blikna í samanburði við Gísla þegar kemur að hugmyndafræðilegri og málefnalegri framsetningu skoðana sinna. Svo vill líka til að sú hugmyndafræði sem Gísli leggur upp með fellur algjörlega að þeirri sýn sem ég hef haft. Reykjavík á að nýta og virkja kosti þess að vera borg. Við eigum að byggja þétt, efla okkur inn á við, fjölga valkostum þeirra sem vilja búa í göngu og hjólreiðafæri við þjónustu og atvinnusvæði. Síðan eigum við að finna flugvellinum stað fyrir utan miðbæinn og byggja í Vatnsmýrinni þá borg sem hefði byggst þar upp um 1900 ef hetjuleg barátta íslensks bændaaðals gegn þéttbýlismyndun hér á landi hefði ekki tafið borgaruppbyggingu á Íslandi um 2-3 aldir.

Við Gísli höfum ekki endilega alltaf synt eftir sama straumnum, stundum þegar hann ræðir landstjórnmál þá hentar mér best að halda fyrir eyrun og syngja þjóðsöng Evrópusambandsins hátt og glatt, en þegar snýr að borgarmálum þá er sýn hans skörp og skynsöm, og það er hugrakkt af honum að setja hana fram svona skýrt eins og hann hefur gert. Fyrir það á hann skilið bæði atkvæði mitt og stuðning.


mbl.is Sjálfstæðismenn með prófkjör í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Gísli Marteinn er maður í vitlausum flokki, hann á heima með VG. Gísli  sagði hitt og þetta fyrir síðustu kosningar en þegar hann var komin í embætti þá stóðst ekkert sem hann sagði og hann gerði allt þveröfugt. Gísli vill troða öllum í strætó, Gísli vill hjólreiðaakreinar, Gísli vill stöðumæla út um allt, Gísli er með óraunhæfar kröfur um rafmagnsbíla. Gísli vill stjórna því hvernig þú ferð ferða þinna.

Gísli Marteinn er skömm fyrir sjálfstæðisflokkinn á hann ætti að hypja sig þaðan sem fyrst og ganga til liðs við Vinstri Græn, því hann starfar algerlega eftir þeirra stefnu.

The Critic, 23.1.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: aloevera

  Hvað olli því að GM féll úr 3ja sæti niður í það fimmta?  0g það eftir að efsti maður á lista,  gamli góði Villi,  sem var í 1. sæti gaf ekki kost á sér í endurkjöri?

aloevera, 24.1.2010 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband