Sjö þúsund Evrópusinnar

Nei, kannski ekki alveg. En það er afar athyglisvert að Ryanair tók virkan þátt í seinni þjóðaratkvæðagreiðslnni um Lissabon-sáttmálann og styrkti já-hliðina með ýmsu móti, sérstaklega með beinum auglýsingum. Forstjóri Ryanair sagði til að mynda, sem er rétt hjá honum, að lággjaldaflufélög líkt að Ryanair hefðu ekki getað orðið til nema með tilstuðlan ESB og fleira í þeim dúr.

Hér má sjá karlinn í kappræðum við Declan Ganley um Lissabon-sáttmálann. Takið eftir hvernig hann tekur Ísland sérstaklega fyrir.

 

 


mbl.is Vilja Ryanair til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hmmm

The Times reports that Ryanair has spent nearly €500,000 on advertisement and free flights, campaigning for a Yes vote in Ireland's Lisbon Treaty referendum on Friday. However, Ryanair's Chief Executive Michael O'Leary has admitted that his motives for backing the "Yes" vote include a desire to buy the partly state-owned airline Aer Lingus. In a television interview, Mr O'Leary revealed: "One of the reasons that I am campaigning for a 'yes' vote is that our Government is incompetent, yet I need to persuade them to sell me Aer Lingus."

 

The paper reports that the admission was seized upon as evidence of a "grubby deal", and quotes Libertas Chairman Declan Ganley saying, "We know our Government will say anything to get a 'yes'. Now it appears they will sell anything to get a 'yes' as well." He called on Irish PM Brian Cowen to clarify "any agreement made with Michael O'Leary and Ryanair in order to secure their support for the Lisbon revote".

Open Europe press summary: 30 September 2009 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðuleika, sjálfbær þróun, réttlæti og velmegun um allan heim” (flissa hér)

 

Össur Skarphéðinsson (og hér), utanríkisráðherra (Íslands) 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2009 kl. 15:12

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef fyrirtæki greiða háar fjárhæðir í kosningasjóði íslensku flokkanna kallast það spilling. Enda hafa verið settar reglur til að sporna gegn því.

Framlag Rayanair kann að vera á gráu svæði, en íhlutun Framkvæmdastjórnar ESB var hreint og klárt lögbrot.

"We keep a commissioner" segir O'Leary, sem er einmitt ein af rangfærslunum sem voru notaðar í hinum ólöglega áróðri Framkvæmdastjórnar ESB.

Haraldur Hansson, 10.11.2009 kl. 17:43

4 identicon

Það er óþarfi að fljúga til London því Ryanair fljúga frá Edinborg til fjölmargra staða, þar með taldir á Spáni. Það er nú þegar fjöldi ferða á viku milli Íslands og London (Icelandair og Iceland Express) en sárafáar (Icelandair) til Skotlands. Það virðist líklegra að Ryanair gæti gert sér mat úr leiðinni Edinborg-Keflavík-Edinborg en að rembast til London (Stansted eða Gatwick) og í meiri óvissu vegna samkeppni - og þeir mundu væntanlega um leið styrkja Edinborgarflugin til annarra staða og dreifa álaginu frá London.

Karl Mooney (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Haraldur, það eru smugur fyrir frambjóðendur og flokka að að fara framhjá þessum reglum og það hefur, mér vitanlega, verið gert af núverandi þingmanni með því að reikningarnir eru bókfærðir á annan aðila.

Miðað við væntingar spænskra útgerðaarmanna væru þeir örugglega til að leggja pening í kosningabaráttuna.  Hægt er að ráða PR sérfæðinga, talsmenn, ráðgjafa og sendifulltrúa eins og dæmi eru um án þess að það teljist bein kostnaðarþátttaka. 

Samfylkingin væri varla að ráðast í svona verkefni nema að sjá fram á að geta fjármagnað það.

Sigurður Þórðarson, 11.11.2009 kl. 05:15

6 Smámynd: Pawel Bartoszek

Ég held að það þurfi ekki að leita til Spánar til að finna útgerðarmenn sem leggi fé í baráttuna um framtíðarstöðu Íslands innan Evrópusamstarfsins.

Pawel Bartoszek, 11.11.2009 kl. 10:45

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er alinn upp á Íslandi þegar þjóðarrétturinn var Prins og kók. Þjóðin stóð klofvega yfir atlantshafið og reyndi að hafa góð samskifti við austur og vestur. Þetta gaf mönnum sem í dag predíka "fullveldi" íslands sinn pólitíska grunn. Ísland átti að geta staðið mitt í hringiðunni og valið úr aðeins það besta, bestu bitana af borðum heimssmála og viðskifta. ESB myndi leggja hömlur á þessa frábæru bísnissstrategíu. Þegar nær er skoðað eru viðskifti okkar manna ekki einusinni á yfirborðinu með þessum hætti. Viðskifti okkar og menning er þétt bundin evrópu og burðir okkar til að komast á viðskiftaskrá fjarlægra þjóða fer í gegnum evrópska markaðinn beint og óbeint. Fullveldissinnar hafa reynst einangrunarsinnar. Leið þeirra að halda okkur frá ESB mun bara tefja fyrir nauðsynlegum breytingum á íslenskum stjórnmálum. Engin leið ekki einusinni ESB innganga mun leiða okkur inn í eitthvað himnaríki en það mun ekki leiða okkur afvega miðað við viðskiftaþjóðir okkar. Mér finnst málflutningur "fullveldis og einangrunarsinna" vera dead end strategía sem byggist á minnimáttarkennd, útlendingahræðslu og tilraun til að afmennta þjóðina. Ef þetta er ný-þjóðernisbarátta þá skil ég ekki forsendur hennar og hafna algerlega á þjóðin sé í einhverri sjálfsvitundarkrísu. Íslenskur sjávarútvegur er hinsvegar í tilvistarkrísu og ég hef núll samúð með því pakki.

Gísli Ingvarsson, 11.11.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband