Ástarlag til alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Það hefur svo margt verið sagt um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í gegnum tíðina að mér þótti hann verðskulda eina litla ballöðu eða svo. 

 

 

 

Í fögru landi vestanhafs, þar sitja nokkur þúsund manns
og vinna hörðum höndum við að reyna bjarga löndum
þau láta alltaf sjá sig þegar löndin kúka á sig
Ekkert stress, þú ert í hlýjum faðmi AGS.

því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Það er sjóðurinn minn

Í kjölfar góðra lána, gengið styrkist, vextir skána
Hann er hér, Til að hjálpa mér og þér.
Svo lengi sem hann verður mun engum skaði gerður
En ef hann fer, mun aftur koma svartur óktóber.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn...

Ég nenni ekki lengur að hlusta alla þessa svartsýni
Allir svo fullir gagnrýni 
engin bjartsýni né framsýni
Allan daginn út og inn fólk að drekkja sínum sorgum
en það er dagur eftir þennan
og hann heitir "á morgun"
Allir hugsa um eiginn þarm, enginn horfir í eiginn barm
allir flagga sínum harm og sorgum úr 300 fermetra skýjaborgum
Í gegnum þetta allt ég reyni ekki að missa móðinn
En ég elska allt í útlöndum 
og ég elska Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

 


mbl.is Lán AGS tilbúið í lok október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður!!

Óskar (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband