Berlín um helgina

Um helgina ætla ég að halda áfram á þeirri herferð minni um að hlaupa maraþon í hverju ríki Evrópusambandsins. Við Haile Gebresselassie munum sem sagt hlaupa Berlínarmaraþon á sunnudaginn. Ásamt reyndar tæplega 40 þús öðrum. Það verður án tilfinningaþrungið að hlaupa í þessari sögulegu borg. En það er einmitt í kringum rás og endamark hlaupsins sem þau sterku orð sem eru einkennisorð þessa bloggs voru mælt.

Það er nú ekki lengra síðan. Nú eru Berlín, Þýskaland og Evrópa sameinuð. Það þurfti samt einhvern til að setja fram þá sýn, einu sýn sem meikaði sens í stað þess að benda sífellt á spasl og millileiki. Það getur ekkert annað markmið verið göfugt en það að gaddavírsgirðingar og sjálfvirkar vélbyssur eiga ekki að vera eðlilegur hluti tilverunnar. Opin landamæri milli ókúgaðra þjóða. Það á að vera eina markmiðið.

Þeir sem vilja styðja mig í þessari vegferð minni um að ljúka sem flestum ESB maraþonum geta gert það með einföldum hætti, stutt inngöngu Íslands í sambandið, því þá mun mývatnið í vor teljast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband