Besti kaflinn er...

14. II b

"Hafa öll járnbrautarfyrirtæki hlotið öryggisvottun af hálfu hins opinbera?"

 


mbl.is Spurningalisti ESB birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta þurfa menn að vita, ef senda þarf eitthvað til Sobibor og Treblinka, þar sem evrópskur smáborgaraháttur reis hæst.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.9.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það væri auðvitað snilld að fá svona upplýst lið um íslenzkar aðstæður til þess að stjórna landinu

En sem betur fer verður það aldrei

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.9.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjörtur, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér. Evrónar mun ekki ná völdum á Íslandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.9.2009 kl. 17:38

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þarna er náttúrlega komið inn á gífurlega relevant  málefni, Pawel. Það sér hver ... heilvita maður. Næsta spurning held ég að fjalli um öryggismál skipaskurða eða ætli  það heiti skipgengar vatnaleiðir?

Þetta er eins og með Guð, ekkert er Brussel óviðkomandi

Flosi Kristjánsson, 10.9.2009 kl. 20:11

5 Smámynd: Hörður Einarsson

Þarf Jóhanna ekki að fá hann þýddann?

Hörður Einarsson, 10.9.2009 kl. 21:30

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég á enn leikfangalest á Íslandi. Verð ég að fá leyfi fyrir henni?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 09:34

7 Smámynd: Pawel Bartoszek

Það voru lestir í þriðja ríkinu, það eru lestir í Evrópusambandinu. Af því leiðir að Evrópusambandið er þriðja ríkið. Skotheld rök, Vilhjálmur.

Alveg vorkenni ég vinum mínum í Nei-hreyfingunni fyrir að þurfa að hlusta og lesa ítrekaðar tilraunir samherja sinna við að nefna ESB í sömu setningu og kommúnismann og nasismann. Eða svo ég vitni í þann hressa mann Daniel Hannan:

The EU is a racket: a mechanism for taking money from the taxpayer and handing it to Eurocrats. But you've got to be careful about the Soviet analogy, as you don't want to sound hysterical on this. The EU, which God knows I'm no defender of, doesn't take people's passports away, doesn't put people in gulags, doesn't run show trials.

Pawel Bartoszek, 11.9.2009 kl. 10:35

8 Smámynd: Pawel Bartoszek

Hjörtur, já þá væri reynar snilld. En til allrar hamingju þá höfum við íslenska bjúrókrata með rosaþekkingu á íslenskum séraðstæðum sem koma í veg fyrir að svona hlægileg atriði.

Sjá til dæmis eftirfaranda kafla í tollskrá:

4406: Brautarbitar fyrir járnbrautir eða sporbrautir (þvertré) úr viði:

7302: Eftirtalið brautarbyggingarefni fyrir járnbrautir eða sporbrautir, úr járni eða stáli: Teinar, öryggisteinar og tannhjólateinar, skiptiblöð, tengispor, trjónusteng-ur og önnur skiptistykki, brautarbitar (krosstengi), tengispangir, teinafestingar, festingafleygar, undir-stöðuplötur (grunnplötur), teinagrip, teinastengur, festiplötur og annað efni sérstaklega ætlað til tengingar eða lagningar járnbrauta:

8602: Aðrar eimreiðar; kolavagnar:

8603: Sjálfknúnir fólks- eða vöruflutningavagnar fyrir járnbrautir eða sporbrautir, þó ekki vagnar í nr. 8604: [Hjúkket að 8604 sé ekki með í þessu]

8604: Járnbrauta- eða sporbrauta-, viðgerðar- eða þjónustuvagnar, einnig sjálfknúnir (t.d. verkstæðisvagnar, kranavagnar, undirlagsþjöppuvagnar, viðhaldsvagnar, prófunarvagnar og brautareftirlitsvagnar)

8605: Farþegavagnar fyrir járnbrautir eða sporbrautir, ekki sjálfknúnir; farangursvagnar, póststofuvagnar og aðrir vagnar til sérstakra nota fyrir járnbrautir eða sporbrautir, ekki sjálfknúnir (þó ekki vagnar í nr. 8604)

8606: Vöruflutningavagnar fyrir járnbrautir eða sporbrautir, ekki sjálfknúnir:

Það er raunar ánægjulegt að umræddar vélar bera ekki toll. En hins vegar þarf að borga úrvinnslugjald á pappír þegar maður flytur inn eimreið... 7 kr. á hvert kíló.

Áhugamenn um íslenskan veruleika geta einnig flett upp kjarnakljúfum (tollfrjálsir) og skriðdrekum, sem bera 1672 kr. úrvinnslugjald á blýsýrurafgeyma að viðbættum 30% vörugjöldum á ökutæki.

Pawel Bartoszek, 11.9.2009 kl. 10:55

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jáá, Pawel, ég hef nú ekki séð svona bákn síðan Þriðja Ríkið var og hét. Þeir plönuðu líka allt niður í minnsta smáatriði . Þeir sem urðu undir lestinni, ja það voru líka nákvæmar reglur um hvernig eignir þeirra voru plokkaðar, áður en þeir voru sendir yfir um. Þeir borguðu fyrir það sjálfir.

Nú borga Íslendingar, sem sjálfkrafa eru á 4. farrými, líka fyrir sjálfa sig. Þeir verða kannsi ekki aflífaðir samkvæmt 114 mismunandi greinum í ESB-reglum. En þeir komast nærri dauðaupplifun á þeim ferli sem hugsanlega fer í hönd, þar sem Össur verður ræðismaður okkar í Brussunni Ellu og étur sig til ólífis í kræklingum, weissbier og belgískum pralínum.

Mér verður óglatt við tilhugsunina. Líka við alla smástrákana sem nú veðja á "karríeru" í ESB. Nýja útrásarliðið, pappírsnagarar og bréfaklemmukeisarar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.9.2009 kl. 11:29

10 Smámynd: Pawel Bartoszek

Vá Vilhjálmur, þarna missti ég af þér. Bókstafir á skjánum mínum mynda orð, sem síðan mynda setningar en samt skil ég ekkert hvert þú ert að fara! :)

Pawel Bartoszek, 11.9.2009 kl. 16:55

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fyrsta málsgreinin er myndmálslýsinga á því hvernig Þriðja Ríkið fór með fórnarlömb sín. Nasisminn er lestin, Peningar gyðinga og annarra voru gerðir upp og hluti af þeim var t.d. greiddur til að senda þá til Treblinka, Belzec, Sobibor, Auschwitz, Chelmno etc. Það voru eyðublöð fyrir öllu og allt var "cost efficient". Nasistar voru embættismenn (og glæpamenn) fram í fingurgómana.

Önnur málsgrein ætti að vera ljós, og þetta með Össur er martröð sem ég hafði um daginn. Brussan Ella er nafn á Brussell sem mig minnir að skáldið Jónas Svafár hafi búið til fyrir löngu, eftir að hann vaknaði upp af dái.

Þetta með smástrákana. Sástu liðið sem var á fundi Olla Rhen? Jakkaföt, hengd í bindi. Menn sem viljandi loka fyrir flæði blóðs til heilans, vegna þess að þeim langar svo að verða fulltrúar landsins okkar í ESB.

Langar þig virkilega í ESB, Pawel?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.9.2009 kl. 04:38

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þá langar svo að verða fulltrúar.... átti þetta að vera!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.9.2009 kl. 04:39

13 Smámynd: Pawel Bartoszek

Aha, ég skil Evrópusambandið er eins og nasisminn vegna þess að Gyðingarnir báru kostnað af eiginn útrýmingu, á sama hátt og íslenska ríkið á að taka á sig kostnað vegna eigin aðildarumsóknar. Langsótt, að líkja lokastiginu (útrýmingu heillrar þjóðar) við aðild Íslands að Evrópusambandinu er algjörlega óframbærilegt en ég held að við höfum tæmt umræðuefnið...

Pawel Bartoszek, 12.9.2009 kl. 11:31

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, við erum örugglega eftir að ræða þetta mikið. En ég er nú á því að samlíkingin við lestina og útrýmingu nasista eigi ágætlega við um Íslendinga.

Íslendingar eru aðeins rúmleg 300.000, og stór hluti er ekki heill heilsu, eins og oft sést hér á blogginu (sagt í gríni). Þeir eru ekki bara minnihlutahópur. Þeir eru minnihlutahópur í útrýmingarhættu. Það er grunnt á ólýðræðislega takta í mörgum ESB-löndum og stutt síðan fasismi og heimsveldisstefna í alls kyns formi grasseraði þar.

Litla, "bláeyga" Ísland, er of saklaust til að lenda á meðal "stórþjóðanna". Fyrrverandi fasistaríki hafa lítið að bjóða upp á fyrir Íslendinga. Hollendingar, t.d. Við gætum örugglega lært ráðsíu af þessari fyrrverandi nýlenduþjóð, sem er talin sú nískasta á byggðu bóli. Við sjáum í verki hvernig hún er. Aldrei hefur Hollendingum dottið í hug að greiða almennilega bætur vegna þeirra gyðinga sem þeir hjálpuðu með að drepa. Þeir benda á þýsku lestarstjórana. En þeir heimta að Íslendingum blæði út vegna skulda fáeinna íslenskra glæpamanna sem lokkuðu hollensk fífl með gróða sem enginn annar í heiminum gat boðið. Hollendingar nota einnig blóðtökuna sem skilyrði þess að við fáum að komast í sæluríkið ESB.

Það á að hnésetja okkur almennilega fyrir inngönguna, svo hægt sé að ganga hér ótakmarkað í íslenskar auðlyndir, sem ekki eru margar. En þær verða ekki til eftir inngöngu í ESB. Íslendingar verða 300.000 hræður á náð ESB - ef við fáum félagsskírteinið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.9.2009 kl. 05:27

15 identicon

Það er aldeilis haldbær rök sem menn skella á þig hér Pawel.  Frábærar og úthugsaðar myndlíkingar, og þessi klassíska nasisma-samlíking við ESB. Þettta er allt eftir NEI-bókinni. Minnir einna helst málefnalega símatíma á Útvarpi Sögu.

Elís (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband