Ætli gamla Danska nýlendan hafi það?

Það verður forvitnilegt að sjá hvort Ísland, sem er gömul dönsk nýlenda hafi sigur á Georgíu í þessum leik. Ísland, sem tilheyrði lengi Danmörku hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum á knattspyrnuvellinum allt frá því að landið hlaut sjálfstæði frá Danmörku 1944. Raunar hefur íslenska kvennalandsliðinu tekist að komast á úrslit Evrópumeistaramótsins í Finnlandi en komst þar mun styttra en Danmörk, landið sem Ísland var lengst hluti af. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með hvernig þessari fyrrum dönsku nýlendu vegnar á knattspyrnuvellinum á næstu árum, nú þegar landið er sjálfstætt, en ekki hluti af Danmörku eins og það lengi var.

Seriously, Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir 18 árum. Hvenær ætlum við að kenna öll ríkin sem nauðug tilheyrðu þeim við þau sérstaklega í íþrótta- og eurovisjónlýsingum?


mbl.is Fyrsti leikur Íslands og Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kemur næst? Fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía?

P. Baldursson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Páll Jónsson

Hah! Góður punktur.

Páll Jónsson, 9.9.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Flott hjá þér Palli

Gísli Ingvarsson, 9.9.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: Páll Jónsson

Takk?

Páll Jónsson, 9.9.2009 kl. 14:21

5 Smámynd: Sigurjón Páll Jónsson

Afhverju ert þú að blanda því inn að island hafi verið undir danmörku.. Danmörk gerði aldrei neitt fyrir island á meðan það var undir því. Þannig að ég skil ekki þessa færslu um sport og fyrrverandi gamla nýlendu..

Sigurjón Páll Jónsson, 9.9.2009 kl. 14:26

6 identicon

Húmor, lesskilningi og næmni á kaldhæðni fer sífellt aftur á internetinu ef mið er tekið af viðbrögðunum við þessa færslu og þá síðustu um lögregluhundinn Rehn.

Bjarki (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:44

7 Smámynd: Páll Jónsson

Bjarki: Ég taldi bæði mig og P. Baldursson vera að skemmta okkur yfir kaldhæðninni hjá færsluhöfundi... ég skal hins vegar viðurkenna að ég hafði hugmynd um að hann væri kallaður Palli =) 

Páll Jónsson, 9.9.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband