Hetjuleg barátta krata fyrir einkabílismanum

Stundum finnst manni að sumir kasti bara krónu upp á skoðun sína. Hvert er nákvæmlega vandamálið varðandi það að verð á bílastæðum hækki? Þýðir það ekki bara að bílastæði í bílastæðahúsum séu niðurgreidd eins og stendur?

Þau okkar sem barist hafa fyrir umhverfisvænari samgöngum í Reykjavík, hafa löngum bent á að ódýrt, lögboðið framboð bílastæða sé það sem fái menn til að velja bílinn umfram aðra samgöngukosti. Það er ekki skrýtið að menn fari á bíl þegar búið er að byggja fyrir þá veginn og skaffa ókeypis eða ódýrt bílastæði beggja vegna ferðalagsins.

Það þarf markaðslausnir í vegakerfinu, sem er að grunni til sósíalískt kerfi. Olíugjaldi og sköttum er dreift yfir línuna og síðan byggt upp eftir "þörfum". Það þarf að byggja minna upp eftir þörfum og meira eftir "eftirspurn". Bílastæðavanda miðbæjarins þarf að leysa með markaðslögmálum, ekki með því að fjölga bílastæðum sífellt. Það er lögmál að öll bílastæði munu á endanum fyllast.

Það er ánægjulegt að hægrimennirni í borgarstjórn séu loksins að átta sig á þessu. En ég get ómögulega skilið afstöðu Samfylkingarinnar.


mbl.is Kanna möguleika á sölu bílastæðahúsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Davíðsson

Heyr, heyr. Algjörlega sammála.

Árni Davíðsson, 3.9.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Landfari

Ef að bílastæðahúsin verða seld nógu ódýrt þurfa gjöldi ekki að hækka neitt.

Ef þau verða hinsvegar seld hæstbjóðanda, sem reiknar með að ná fram yfirburðamarkaðsstöðu með kaupunum, og býður í miðað við það, þá þurfa þau að hækka.

Það er nokkuð ljóst að leigan á þeim bílastæðum sem leigjast þarf að bera allan kostnað. Bæði rekstrarkostnað og fjármagnskostnað. Rekstarkostnaðurinn breytist væntanlega ekki mikið en fjármagnskostnaðurinn ræðst af verðinu og lánskjörunum.

Þú manst hvernig var þegar Síminn var seldur. Þá fékkst mjög gott verð fyrir hann. Það var ekki af því að kaupendurnir væru svo góðir við ríkið heldur af því að þeir reiknuðu með að ná þessu til baka í gjöldum á símnotendur á ásættanlegum tíma.

Það eru ekkert mjög mörg ár síðan venjulegur símreikningur heimilis var þetta 2-3 þúsnund krónur á þriggja mánaða fresti.

Nú erum við að tala sennilega um 20-30 þúsund í hverjum mánuði.  Tækninni hefur að vísu fleygt fram og við erum að fá mun meiri upplýsingar fyrir þessa upphæð en tæknin hefur líka gert reksturinn og búnaðinn ódýrari og öruggari.

Símafyrirtækin kappkosta að gera verðskrárnar sínar þannig að vonlaust sé að bera þær saman. Það er ekki að ástæðulausu.

Landfari, 3.9.2009 kl. 17:13

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fyrst á að byggja upp almennilegar almennissamgöngur. Annars hrynur allt annað um sjálft sig.

Villi Asgeirsson, 4.9.2009 kl. 06:19

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þetta er athyglisverð pæling varðandi bílastæðahúsin. Ég held að í fyrsta lagi þurfi að hækka álögur á ökumenn gríðarlega í miðbænum til að þeir fari að íhuga almenningssamgöngur. Smá hækkun í bílastæðahúsum skiptir ekki neinu máli, sérstaklega þar sem stærstu notendurnir eru með þessi stæði greidd af fyrirtækjum sínum. Í öðru lagi þá þurfa almenningssamgöngur að batna mjög mikið til að fólk kjósi þær í stað bílsins. Þegar maður borgar helmingi meira fyrir að keyra sinn bíl 7 mín. spöl sem strætó er 40 mín að fara, þá er þetta ekki spurning um hvort er hagkvæmara.

Og fyrir Landfara, jú, verðskrár hafa eitthvað hækkað undanfarin ár, en þjónustan einnig batnað. Það er ekki langt síðan að þú hafðir bara um að velja geldgráan snúningssíma. Og með honum kom tveggja metra geldgrá símasnúra. Basta. Og ef þú vildir eitthvað annað frá Ríkissímanum máttir þú bara "éta skít" þeirra vegna. Þú varst með fínan síma, hvað meira þarf? :)

Sigurjón Sveinsson, 4.9.2009 kl. 10:16

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Um að gera að hækka álögurnar eins og Sigurjón segir þá fara ökumennirnir ur miðbænum þá minkar verslun og þeir fara síðan fer allt hægt og rólega og miðærinn verður ekkert vandamál hvorki varðandi stæði né annað. Gott mál hér á ferð.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.9.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband