Gott fyrir sauðfjárbændur, óbreytt fyrir kúabændur, vont fyrir svína- og kjúklingabændur.

Skýrslan ber saman stuðning við landbúnað á Íslandi og í Finnlandi. Finnlandi er skipt í nokkur svæði (A,B,C1,C2,C3,C4) eftir því hve harðbýl þau eru. Nyrstu svæðin eru C3 og C4 og njóta þau mestra styrkja. Heildarstyrkir á þessum svæðum eru sambærilegir og því sem Íslendingar eyða í sinn landbúnað.

Skýrslan ber síðan saman hvernig afkoma einstakra bænda mundi batna/versna ef íslenskir bændur nytu svipaðs stuðnings og á nyrstu svæðum Finnlands.

Helstu niðurstöður:

Sauðfjárbændur: staða þeirra mundi batna umtalsvert.

Staða kúabænda mundi haldast nær óbreytt.

Afkoma svínabænda mundi rýrna um 15%.

Kjúklingabændur: afkomurýrnum um 30%.

 

Því er ljóst að kjósi Íslendingar að  að tryggja óbreytta afkomu bænda sem rækta hvítt kjöt, þyrftu þeim að semja um möguleika á meiri ríkisstuðningi  við þær greinar en viðgengst á nyrsstu svæðum Finnlands. (Og raunar borga fyrir þann viðbótarstuðning sjálfir).

 


mbl.is Landbúnaðarskýrslan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Stutt og laggott og "to the point"!

Þú ert einn af fáum, sem vitnar í ræðu Ronald Reagans á 750 ára afmæli Berlínar 12. júní 1987, þar sem Reagan skorar á Michail Gorbachev að rífa Berlínarmúrinn:

"Tear down this wall!"

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það kemur ekki fram í skýrslunni hvernig bregðast á við 38% samdrætti á kjötmarkaði lambakjöts. Hver á að bera hallann af því og hverjir eiga að hætta? Eins er með nautakjötið þar er gert ráð fyrir 28% samdrætti.

Svo er ekki verra þegar borin eru saman lönd við inngöngu, hvernig skuldastaða bændastéttarinnar er við inngöngu, í báðum löndum.

Það er betra fyrir gróna og skuldlausa bændur að standa breytinguna af sér heldur en bændur sem eru skuldugir upp fyrir haus.

Þetta þarf að gaumgæfa ( athuga).

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.7.2009 kl. 18:48

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég bið þig Pawel að lesa skýrsluna betur og taka inn í myndina alla fyrirvarana og óvissuna sem eru hafðir í skýrslunni. Það sem skýrslan staðfestir umfram allt er að íslenskum landbúnaður, og atvinnu þeirra 10.000 manna, sem vinna við hann um allt land, er settur í uppnám við aðild. Skýrslan staðfestir að mikil óvissa og hrun verður í afkomu þorra bænda og þeirra sem vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða. Styrkjakerfi CAP er jafnframt það ólíkt aðstæðum íslensk landbúnaðar og mér sýnist fljótt á litið að horft sé framhjá því í þessari skýrslu, sem ég veit ekki til að hafi verið unnin í formlegu samráði við Bændasamtök Íslands. Að skýrslan detti svona ,,af himnum ofan" í miðjum umræðum á Alþingi hvort sækja eigi um aðild að ESB er ótrúleg óvirðing við íslenska bændur og þá sem hafa atvinnu af íslenskum landbúnaði.

Jón Baldur Lorange, 15.7.2009 kl. 18:53

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Var ekki frétt hérna fyrir nokkrum mánuðum þar sem kom í ljós að helstu styrkþegar þessa landbúnaðastyrkja ESB sem allir væru að tala um að myndu rétta stöðu innlendra bænda væru bankar og fjármálafyrirtæki en ekki bændur.

Merkilegt að enginn sé að minnast á það núna

Jóhannes H. Laxdal, 15.7.2009 kl. 20:02

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Rétt hjá þér Jóhannes og ég fjallaði einmitt um það í Bændablaðinu fyrir nokkru. Þar kom m.a. í ljós að Danish Crown fékk rúmlega 8 milljarða í gegnum CAP styrki á einu ári í Danmörku. Einnig að í Króatíu þá fengu runnu 87% af öllum CAP styrkjum til 10 hæsu styrkþega.

Jón Baldur Lorange, 15.7.2009 kl. 20:45

6 identicon

Þetta er veruleg einföldun!

Áhrifin eru að verksmiðjulandbúnaður lendir í verulegum samdrætti og hingað streymir ódýrara svínakjöt, egg og kjúklingar. En það er svo miklu meira á spýtunni en það... þessi verksmiðjulandbúnaður heldur fóðurverði niðri vegna magninnkaupa. Þannig verður allt fóður dýrara sem skilar sér í minni samkeppnishæfni annarra búfjárgreina. Mjólkin verður dýrari, innlenda kjötið verður dýrara... og þessar greinar lenda fljótlega í hættu líka. En það eru ekki bara bændurnir sem missa vinnuna... það eru allir aðrir sem vinna í geiranum. Landbúnaður og afleiddar greinar eru t.d. stærri en sjávarútvegur á Norðurlandi Eystra.

Þess vegna þarf að vega þessa hluti og meta MIKLU betur en er verið að gera í rassaköstum samfylkingarinnar.

Offi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:44

7 Smámynd: Pawel Bartoszek

Þakka öllum athugasemdirnar.

Markmiðið mitt með færslunni var að endursegja í sem stystu máli niðurstöður skýrslunnar.Þeir punktar sem ég kem með um afkomu einstaka greina koma úr endakafla skýrslunnar á bls 22-25. Líki einhverjum ekki þessar niðurstöður má auðvitað deila á þær, enda skýrslan ekki skrifuð á Guði almáttugum. Hins vegar eru þetta niðurstöður hennar.

Um leið og Jón Baldur gagnrýnir mig fyrir ranga (eða of stutta) eftirsögn af efni skýrslunnar segir hann  "Skýrslan staðfestir að mikil óvissa og hrun verður í afkomu þorra bænda og þeirra sem vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða."

Engu slíku er haldið fram í skýrslunni (eins og allir geta lesið sjálfir), ekkert er talað þar fjallað um "óvissu" eða "hrun" í afkomu bænda. Ég verð því að vísa ásökunum um villandi endursagnir til föðurhúsana.

Þó að það sé kannski ekki stóratriði þá finnst mér athugasemd Jóns Baldurs um að Bændasamtökin hafi ekki verið formlega með í ráðum við gerð hennar, ekki lýsa réttum hugmyndum um hvernig rannsóknarskýrslur sem þessar eiga að vera unnar. Ég mundi taka niðurstöðum af skýrslu um hagkvæmni íslenska fiskveiðistjórnunarkerfis með töluverðum fyrirvara, ef LÍU kæmi formlega að vinnslu hennar. Það liggur fyrir.

Annars er skýrslan ekki það löng að menn geti ekki kynnt sér hana sjálfir (http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/Bakgrunnsskyrsla_ESB.pdf) og sjálfsagt að hvetja alla sem á því hafa áhuga að gera það, fremur en að treysta á endursagnir annara á henni.

Pawel Bartoszek, 16.7.2009 kl. 00:07

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þakka þér fyrir svar þitt Pawel. Það sem ég vildi vekja athygli á að við lestur skýrslunnar er töluvert um óvissuþætti sem kemur fram en EN og HINSVEGAR og þegar skýrslan er lesin í heild og rýnt á milli línanna þá hlýtur þú að viðurkenna, ef þú settir þig í spor bænda, að skýrslan gefur þér ekki mikla vissu um hvað er handan við hornið.

Varðandi afkomu Bændasamtakanna við skýrslugerð eins og þessa þá hlýtur það að skipta máli að fá upplýsingar um grundvallarbreytur í rekstri búa til að geta borið saman, en eins og komið hefur fram á þá er um samanburðarskýrslu að ræða, ekki satt? Skýrsluhöfundar meta það síðan sjálfstætt við gerð skýrslunnar.

Það hlýtur lika að vekja upp ugg að sjá tölur eins og 30% tekjulækkun, sem er ekkert annað en hrun í afkomu, og það er ekki á vísan að róa þegar sagt er t.d. að bændur verði að bæta sér upp tekjutapið með meiri útflutningi eða að treysta á styrki byggða á CAP, sem koma annars vegar frá ESB og hins vegar frá íslenskum stjórnvöldum, sem munu ekki vera aflögufær á næstu árum.

Ef við segjum að kjúlkinga- og svínarækt leggst af hér á landi að þá er þetta það mikið högg fyrir afurðastöðvarnar á landsbyggðinni að vandséð er hvernig þær þoli það með tilheyrandi atvinnuleysi og búröskun. Hvað kostar að bæta það? Er gert ráð fyrir því í skýrslunni?

Nóg að sinni.

Jón Baldur Lorange, 16.7.2009 kl. 11:08

9 Smámynd: Pawel Bartoszek

Sæll aftur Jón,

Svarar skýrslan því hvernig heildarafkoma landbúnaðar verði eftir inngöngu? Nei.

Fjallar skýrslan um áhrifin á landsbyggðina? Nei, ekkert sérstaklega.

Þetta er allt saman rétt, mér sýnist skýrslan einungis leitast við að svara því hvernig áhrif innganga eftir sömu forsendum og í Finnlandi hefði á afkomu EINSTAKRA BÚA.

Ef það er mat þitt eða annarra að þetta þýði að fullkomin óvissa ríki um landbúnaðinn þá er það fínt, en þá er það þín túlkun, en ekki mat skýrsluhöfunda. Orðið óvissa kemur hvergi fyrir í skýrslunni, allavega ekki í sýnilega hluta hennar en leitarvélin mín kann ekki að leita á milli línanna :).

Takk aftur fyrir umræðuna

Pawel Bartoszek, 16.7.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband