Ég leigi líka

... og ég legg til minn eiginn ísskáp, ryksugu og borðstofuhúsgögn. Ég tékkaði til gamans á húsaleigulögum.

Húsnæðið skal við afhendingu vera hreint, rúður heilar, læsingar og rofar virkir, hreinlætis-, hitunar- og eldhústæki í lagi, sem og vatns- og frárennslislagnir. [Húsaleigulög, 14. gr.]

Það er engin sérstök regla að leigusalar leggi til ísskápa og þvottavélar eða borðstofuhúsgögn og ég held að það eigi ekki að innleiða þá reglu þótt að fólk sé fatlað.

Það sem hugsanlega gæti gert þetta öðruvísi er sú staðreynd að umræddir hlutir liggi í sameign, en ég sé ekkert í húsaleigulögunum sem kveður á um að leigusali skuli borga þvottavélar sem liggi í sameign. Reynsla mín sem leigjandi er sú að þetta getur verið á alla vegu og háð samningum við leigusala, en flestir þeir hlutir sem fjarlægja má án þess að skrúfa eða bora eru almennt á ábyrð leigjandans.

Að lokum er þetta spurning um hvernig við lítum á fatlaða einstaklinga og hvernig við viljum ráðstafa þeim fjármunum sem renna í málaflokkinn. Á að nota fjármuni í að kaupa þvottavélar og ísskápa handa fötluðum, eða á að láta þá renna til einstaklinganna sjálfra, svo þeir geti stofnað hússsjóð, sem kaupir þau tæki sem heimilið þarf hverju sinni?


mbl.is Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú leggur til þinn eigin ísskáp, ryksugu og borðstofuhúsgögn - enda tekurðu allt þetta dót með þér þegar þú flytur eitthvert annað. Íbúi á sambýli tekur hins vegar ekki með sér sinn sjötta part af heimilistæki við flutninga. Þar sem sambýlið eignast græjurnar má líta á þetta sem óbeina leigu sem eðlilegra er að reikna inn í leiguna enda: a) Hagnaður leigusalans er skattskyldur, en með þessum hætti má líta svo á að verið sé að fela hluta hans & b) Húsaleigubætur leigjendanna verða lægri en ella með þessu móti.

Hitt er annað mál að auðvitað er sambýlið ekki rekið í hagnaðarskyni og væntanlega er þessi tilhögun til hagsbóta fyrir leigjendurna og praktísk nauðsyn.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband