Monarki, nej tak!

Endurgerð á fyrsta forsetabíl Sveins Björnssonar hljómar eins og hagkvæm og skynsamleg eyðsla á skattfé samanborið við þessa heimsókn

Það er ömurlegt og sorglegt að á Norðurlöndunum, sem stundum telja sig vöggu jafnréttis í heiminum, skyldi virðingarmesta embætti ríkisins ganga í erfðir. Sumum þykir þetta eflaust svaka huggulegt og rómantískt en í raun er öll tilvera þessa fólks afar dapurlegur vitnisburður um þörf fólks fyrir uppblásin grímuböll. Og það að íhaldsemi er skynsemi oft sterkari, jafnvel hjá besta fólki og bestu þjóðum.

Einhvern veginn hef ég lítinn skilning á því að einhver hafi ákveðið að fórna, atkvæðisréttinum, málfrelsi sínu, starfsframa og heilbrigðu uppeldi barna sinna, þeim hlutum sem mörg okkar meta svo dýrt, fyrir einhverjar hallir, viðhafnarbrúðkaup og þægilegt, fyrirframákveðið lífshlaup. En kannski mundu bara allir gera það sama í þeirra sporum.

Því er oft haldið fram að umrætt kóngafólk sé einstaklega vingjarnlegt og indælt. Það má í sjálfu sér vel vera. Ég held raunar að mun líklegri skýring sé sú að langflestir einstaklingar, séu vingjarnlegir og indælir, hvað þá ef þeir eru aldir upp með það að markmiði að vera alltaf brosandi og kurteisir. Sjálfur hitti ég gott og kurteist fólk langtum oftar en vont og ókurteist, og þetta krónprinsessupar er líklegast dæmi um fyrrnefnda hópinn.

Er það ekki aðeins líklegri skýring en að góðmennska og kurteisi liggi í genum danska kóngafólksins og erfist alltaf frá einvaldinum til elsta sonar, nema þegar einvaldurinn á einungis dætur.

Það að æðsta embætti einhvers ríkis er í sjálfu sér nógu ólýðræðislegt án þess að sama helgislepja eigi að fylgja börnum hans, mökum og systkinum alla ævi. Það er engin ástæða til að láta allt þetta lið njóta sömu virðingar og alvöruþjóðhöfðingja og splæsa í viðhafnarmóttökur ef þau langar að skoða Gullfoss og Geysi.

Iceland Express og Icelandair fljúga yfir 20 sinnum í viku til Reykjavíkur frá Kaupmannahöfn. Upplýsingar um bílaleigubíla má nálgast við komuna í Leifsstöð.

 

 


mbl.is Friðrik og Mary á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

En gætum við ekki bara sparað þetta niður í að Krónprins eða prinsessa Dana væri yfir Íslandi, þannig var það með Noreg forðum og er ennþá með Skotland og Wales.

Johnny Bravo, 5.5.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Sigurjón

SPARAÐ?!  Væri það virkilega ódýrara en forsetaembætti? Þú ert ekki með öllum mjalla Jón...

Sigurjón, 10.5.2008 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband