Sá þessar umræður

Ég sá þessar umræður, það sló mig dálítið að öll þessi samtök sem eiga að fá fulltrúa í jafnréttisráði. Feministafélaga Íslands, kvenfélögin osfrv.

Frekar undarleg hugmynd að gefa einhverjum frjálsum félagasamtökum lagalegt hlutverk. Ég veit að þetta tíðkast en sé ekki að þetta standist almenn jafnræðissjónarmið. Hver veit nema félög hætti að vera til, sameinist, breyti um nafn, klofni eða lendi í deilu um hver sé hinn rétt fulltrúi þeirra. Það er undarlegt að þegar ég ákveð að stofna "Félag baráttumanna gegn fordómum um kynhvöt karlmanna" þá mun ég þurfa lagabreytingu til að félagið fái aðgang að þessu ráði, eða öðrum. Svona stofnanavæðing félagasamtaka breytir eðli samtakanna og er ekki góð.

Annars sló það mig að af þessum samtökum eru "kvensamtök" hvers konar í miklum meirihluta. Ólíklegt er að kynjahlutföll í jafnréttisráði verði mjög jöfn með þessu móti. Ætti þetta ráð ekki vera sá staður sem HELST ætti að stuðla að jöfnu kynjahlutfalli, þótt ekki sé nema til að vera góð fyrirmynd?

Þegar ég horfði á þingfundinn fannst mér líka ótrúlegt að Kolla hafi ákveðið að velja úr eina félagið í hópnum sem getur hugsanlega talist "karlafélag" og býsnast yfir veru þess í nefndinni... Hún sagði meðal annars:

 "Ég bendi á að Félag um foreldrajafnrétti hét til skamms tíma Félag ábyrgra feðra. Það félag starfar á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg félög eru sennilega á öðrum stöðum á landinu, ég veit a.m.k. að á Akureyri er starfandi félag sem hefur þjappað sér saman um sömu mál. Ég spyr: Hvers vegna var ekki frekar valinn fulltrúi frá Félagi einstæðra foreldra sem eru landssamtök einstæðra foreldra og starfa á svipuðum grunni?"

Henni hefði semsagt þótt eðlilegra að setja félag einstæðra foreldra (langoftast mæðra) inn í ráðið og auka þar með enn meira á misréttið innan þess.

Kolbrún segist hafa viljað sjá RIKK ( Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum) fá sæti í ráðinu. Aftur, hefði félög femista og kvenfélög kannski mátt tilnefna einn fulltrúa í ráðinu í stað tveggja, og gert þannig pláss fyrir RIKK-fulltrúa, en nei... það gengur nú ekki að rífa laufblöð af því fjölskrúðuga blómi. Best að allir í jafnréttisráðinu verði nákvæmlega með sömu skoðun og Kolbrún Halldórsdóttir.


mbl.is Biðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það væri gaman að vita hvort þetta sé almennt stefna Vinstri grænna í jafnréttismálum, þ.e. að konur eigi að eiga meiri rétt en karlar.

Sigurður Haukur Gíslason, 19.1.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Vendetta

Mér finnst þessi Kvenna- og kynjafræði í HÍ svo mikill brandari og eiga svo lítið erindi í háskóla, að mér blöskrar. Og Rannsóknarstofa í venna- og kynjafræðum er jafn fyndið og Öryggisráð Femínistafélagsins.

Nei, öfgafemínistar eins og Kolbrún veit ekki hvað jafnrétti er. Og það er vitað mál, að þær geta talað sig bláa í framan um kynbundna launaseðla, en þegar málið fer að snúast um jafnræði í forræðismálum, vilja þær ekkert sjá og heyra.

Vendetta, 19.1.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Vendetta

Átti að vera: "Og Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum er jafn fyndið og Öryggisráð Femínistafélagsins."

Vendetta, 19.1.2008 kl. 23:11

4 identicon

Sæll Pawel

Góð greining hjá þér um tilnefningar í ráð og nefndir. Veruleg spurning um það hvort í lagatextum eigi að koma fyrir nöfn frjálsra félagasamtaka án þess að stofnskrá þess félags þurfi að uppfylla einhver skilyrði.  Trúlega er þetta ein birting þess hversu lítið þjóðfélagið er.  Þakka annars liðsinnið og bendi á heimsíðu Félags um foreldrajafnrétti varðandi málflutning Kolbrúnar og bréfaskipti hennar og félagsins.

Lúðvík Börkur Formaður Félags um foreldrajafnrétti.

 

Lúðvík Börkur Jónsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband