Sannar allt málflutning íhaldsmanna?

Meginniðurstaða þessarar greinar í læknablaðinu er að þær spár sem fram komu þegar leyfa átti bjór reyndust ekki réttar. Skorpulifur hefur ekki aukist og áfengistengdum afbrotum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aukningu áfengisneyslu. Það er því dálítið skondið að samt skyldi það vera niðurstaða greinarhöfundar að samt sé það afar mikilvægt að það verði opinberir aðilar sem selji bjór og vín, þær vörur sem EINMITT, virðast stuðla að bættri vínmenningu.

Við getum ímyndað okkur hvert niðurlagi hefði orðið ef niðurstaðan í greininni hefði verið önnur. Til dæmis ef skorpulifurtíðni hefði tvöfaldast og ofbaldisglæpir aukist um 50%. Auðvitað hefðu menn LÍKA haldið fram að mikilvægt væri að opinberir starfsmenn seldu áfengi en ekki aðrir.

[Ég get raunar hvergi lesið út úr grein Bjarna beina afstöðu hans til áfengiskaupafrumvarpsins. Væntanlega var hann spurður að því í viðtali Fréttablaðsins eða mbl.is]


mbl.is Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Meginniðurstaðan er einfaldlega að við erum að drekka meira en höfum þó ekki náð öðrum vestrænum þjóðum ennþá. Veltum samt aðeins fyrir okkur þessu vínfrumvarpi. Það er þverpólitískt svo rangt er að eyrnarmerkja það íhaldinu. Það á sér flutningsmenn og andstæðinga í öllum flokkum. Hins vegar virðist andstaðan fara vaxandi þegar rök eru á borð borin.

Fyrsta lagi er þetta frumvarp óþarfi þar sem aðgengi er orðið afar gott

Öðru lagi hefur þetta aukna aðgengi valdið því nú þegar að neyzla hefur aukist um 39% síðan 1991. Bein afleiðing fleiri útsölustaða og víðari opnunartíma. Hún hefur ekki aukist bara hjá fólki sem er komið yfir tvítugt heldur á öllum aldri. Engar tölulegar upplýsingar eru um smygl, brugg og drykkju túrista svo allt tal um það eru getgátur þó vissulega hafi það haft áhrif.

Þriðja lagi snýst þetta frumvarp ekkert um frelsi einstaklinganna. Þetta snýst um að koma allri áfengisverslun ríkisins yfir á hendur fárra auðmanna. Fylla vasa þeirra en frekar. 

Mér finnst ómálefnalegt að bendla andstæðinga frumvarpsins við siðapostula, bindindisfólk eða alkóhólista því bláköld staðreyndin er sú að aukin meðaltalsdrykkja á hvern haus í þjóðfélaginu kostar samfélagið gríðarlegt fjármagn á mjög mörgum sviðum þess.

Það þarf að taka tilfinningarnar úr myndinni, kynna sér rannsóknir og málefnalegan flutning annars vegar og rökleysuna sem flutningsmenn áfengisfrumvarpsins halda fram hins vegar. Byrjum t.d. hérna.

Páll Geir Bjarnason, 14.1.2008 kl. 05:00

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Rangt Ragnar. Ég tel fólk ekki eiga rétt á því. Og ég á ekki einu sinni lopapeysu.

Páll Geir Bjarnason, 14.1.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband