Að brenna réttu peningana

Þessar aðgerðir sýna það svart á hvítu að meirihlutinn í Reykjavík hefur í besta falli heyrt af strætisvagnanotkun af óljósum frásögnum annarra. Það er nýbúið að auglýsa rándýr græn skref sem munu því miður ekki skila neinu að viti... því miður.

Og síðan leggja menn út í dæmigerðan niðurskurð á leiðum... frábært...

Förum aðeins yfir grænu skrefin góðu, sem tengjast strætó.

1) Upplýsingar um komu vagna í rauntíma

frábært að fá að lesa: "Leið: S1 - Átt: Hlemmur - Næsti vagn: 28 mínútur" á rafrænum skjá... það mun aldeilis bæta ástandið.

2) Frítt í strætó fyrir skólafólk:

Nýtt slagorð: "Þú borgar aldrei, við komum aldrei."

3) Allar stöðvar fá nöfn.

Frábært ef strætóinn keyrir aldrei.

4) Strætó keyrir oftar eftir eigin akreinum.

hér vantaði væntanlega orðið "hlutfallslega". Í framtíðinni verður kannski bara einn strætó í Reykjavík. Og hann mun fá keyra eftir eigin akrein. Sem verður ótengd restinni af samgöngukerfinu.

Áreiðanleiki, tíðar ferðir, styttri ferðatími og auðveldaður greiðslumáti eru hlutirnir sem skipta strætónotendur máli en ekki einhverjar flottar raftöflur sem verða eyðilagðar í fyrstu vikunni. Það er fáranlegt að ætla sér að stórlækka þjónustuna í 3 mánuði áður en lappað verður upp á umbúðirnar og vonast eftir að það skili einhverju.

Ég er raunar ekki að kalla eftir neinum peningastraumi inn í strætókerfið... bara að þeir peningar sem þar fara anyway verði nýttir í það sem gerir kerfið gott en ekki eitthvað bull.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Það var nú varla við öðru að búast af Gísla Marteini - fólkið hefur valið og það valdi bíl- Baldurssyni og hans fólki.  Minnir á Svein Andra Sveinsson sem var stjórnarformaður Strætó síðast þegar sjálfstæðismenn höfðu meirihluta. Aðspurður um hvort hann notaði strætó sagðist hann ekki hafa tíma til þess, hann þyrfti nefnilega að fara á svo marga mikilvæga fundi. Málið er nefnilega það að sjálfstæðismenn líta á strætó sem félagslegt úrræði ekki samgöngur og umhverfismál. Og félagsleg úrræði hafa aldrei verið ofarlega á blaði hjá Sjálfstæðisflokknum.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.4.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband