Af hverju Evrópusambandið er gott.

Redvers, via flickr.com - CC-BYÍ samtölum mínum við fólk um ESB rekst ég oft á ákveðna nauðhyggju. Viðhorfið "við hljótum að fara þarna inn á endanum" er algengt og margir eru farnir að gera sér grein fyrir þeim ókostum sem fylgja því að halda uppi agnarsmárri sjálfstæðri mynt, með tilheyrandi óstöðugleika. En hjörtu margra slá þó enn á aðra strengi, strengi sjálfstæðis og ættjarðarástar.

Á sama hátt og fólk giftist ekki af hagsýni heldur ást, munu Íslendingar ekki ganga í Evrópusambandið nema þá langi til þess. Það að þeir neyðist til þess verður aldrei nóg. Mig langar því að henda fram í litlum greinarflokki, hvers vegna ég telji Evrópusambandið ekki vera vont, heldur gótt.

Slíkur greinarbálkur verður auðvitað ákveðin lofgjörð í eðli sínu. Trúið mér að ókostina þekki ég jafnvel og allir. Um skrifræðið, lýðræðishallann, og sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnuna hefur ýmislegt verið ritað. Mig langar hins vegar að leggja mitt á hina vogarskálina. Svo getur hver og einn ráðið í hvora áttina þeirra vog muni hallast.

Á morgun mun ég fjalla um þátt Evrópusambandsins við dreifingu lýðræðis í álfunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband