25.11.2024 | 16:15
Vextir og verðbólga, vinur!
Við búum nú við 8,5% stýrivexti og verðbólgu sem hefur verið fyrir ofan verðbólgumarkmið samfellt í 54 mánuði. Fyrir þessu finna allir. Fasteignalánin hækka, yfirdráttarlánin hækka, lán fyrirtækjanna hækka, verð á nauðsynjum hækka. Þetta er er það sem þarf að ræða um og það sem kjósendur vilja ræða um.
Við í Viðreisn höfum á fjölmörgum fundum fundum í verslunarmiðstöðum landsins spurt gesti og gangandi: Hvað liggur þér mest á hjarta?. Niðurstaðan var afgerandi. Vextirnir og verðbólgan er það sem fólk vill tala um. Skoðanakannanir staðfesta þetta. Það eru efnahagsmálin sem liggja fólki mest á hjarta.
Það er auðvitað skiljanlegt að þeir sem stjórnað hafa landinu undanfarin ár vilji ekki ræða efnahagsmálin, sem þau bera ábyrgð á, þegar staðan er sú sem hún er. Þess vegna hafa verið gerðar heiðarlegar tilraunir til að láta kosningarnar snúast um allt annað: útlendingamál og jafnvel einstaka skipulagsmál í einstaka hverfum.
Ekkert af þessu hefur náð neinu flugi. Kjósendur láta ekki afvegaleiða sig. Auðvitað skipta öll mál máli þessar kosningar eiga að snúast um stöðu efnahagsmála og hverjir séu hæfir til að snúa við blaðinu í þeim efnum. Jafnvel þeir sem hafa reynt að skipta um umræðuefni hingað til eru farnir á átta sig á þessu. Nú reynt að keyra á því að 8,5% stýrivextir og verðbólga sem liggur yfir verðbólgamarkmiðum í 54 mánuði sé bara partur af þaulskipulögðu plani!
Its the economy, stupid. Á þessum orðum meðal annars unnust forsetakosningar í Bandaríkjunum fyrir rúmum 3 áratugum. Nú sem fyrr er þetta staðan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook