19.11.2024 | 22:21
Þorgerður Katrín góð í Spursmálum
Þegar maður er í kosningabaráttu er fátt sem gleður meira og gefur meira sjálfstraust en þegar þeir sem leiða baráttuna undirbúa sig vel fyrir erfið viðtöl og skila sínu. Þannig var Þorgerður hjá Stefáni Einari í dag. Klár í flest og kom mjög vel fyrir.
Snúin og löng viðtöl en kalla margt fram
Þættirnir hjá Stefáni hafa verið milli tannanna á fólki. Það er varasamt fyrir stjórnmálamann að lofa fjölmiðlamenn eða lasta og ég ætla að að eftirláta öðrum það. Get þó allavega sagt, hafandi verið gestur í þessu setti, að þetta eru ekki þættir sem maður mætir í ólesinn.
Lönd í Evrópu á blússandi siglingu
Grípum í einn eftirminnilegan bút úr viðtalinu. Aðspurð umhvort að séu einhver lönd í Evrópu á blússandi siglingu nefndi formaður Viðreisnar nokkur dæmi: Holland, Írland, Pólland og Færeyjar (sem eru ekki í ESB en eru með danska krónu sem er tengd við Evru). Þáttastjórnandinn hafði ýmislegt um þessi dæmi að segja: Írland hafði verið að koma úr kreppu, Pólland var sagt þróunarland og Færeyjar höfðu hagnast á fiskeldi.
Það má alltaf skýra allt en tölurnar tala sínu máli og punkturinn stendur: Mörg lönd sem eru Í ESB eða tengd við Evru dafna vel.
Og þótt ég sé ekki viss um að þáttarstjórnandinn hafi endanlega sannfærst um ágæti Evrópusamrunans við þessi skoðanaskipti þá klykkti hann þó út með:
"Þú kemur vel undirbúin, það er meira en segja má um flesta."
Það sést hverjir lesa heima
Ég veit ekki hvort ég taki undir síðari hlutann af setningunni. Margir stjórnmálamenn hafa mætt ágætlega undirbúnir í Spursmál og komið þá vel út úr því. Þorgerður Katrín er klárlega ein þeirra.
Spursmál: Hvert stefnir hugur Þorgerðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook