Verð á kjöti eftir breytingu búvörulaga

Virk samkeppni er góð leið til að lækka vöruverð. Þeir sem vilja standa vörð um einokun vilja gjarnan sannfæra okkur um hið gagnstæða: að einokun fylgi stærðarhagkvæmni, að einokunaraðilinn geti bara einbeitt sér að því að skila hagstæðu verði til neytenda.

Vissulega getur það almennt verið hagkvæmara að reka stórar einingar. En með einokun glatast aðhaldið. Einokunaraðilinn hefur ekki hvata til að lækka verð. Stærðarhagkvæmnin, ef einhver verður mun því skila sér til hans.

---

Myndritið sýnir þróun almenns verðlags, og verðs á kjöti, eftir breytingu búvörulaga seinasta vor. Breytingu sem kippti samkeppnislögum úr gildi og breytingu sem dómstólar hafi nú ógilt.

Auðvitað getur ýmislegt skýrt svona sveiflur og þetta er skammur tími til að bera hluti saman. Hins vegar sjáum við samt að verð á kjöti á þessum tíma hækkaði um 3,2% en almennt verðlag um 1,7%. Ef að breytingarnar áttu að stuðla að hagkvæmara verði til neytenda þá getum við allavega sagt að þau áhrif hafa látið bíða eftir sér.

467548466_10161860399821236_5470988713804142290_n-1

 

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband