Þegar hugsjónin sigraði raunsæið

Í lok kalda stríðsins voru yfir 300 þúsund sovéskir hermenn í Austur-Þýskalandi. Örfáum árum síðar voru þeir allir farnir. Raunin hefði getað orðið önnur. En hugsjónarmenn höfðu sigur á raunsæismönnum í þeirri umræðu. Sem betur fer.

Sameining sem varð að innlimum

Í raun er rangnefni að tala um sameiningu Þýskalands. Austur-Þýskaland rann einfaldlega inn í Vestur-Þýskaland. Vesturþýska stjórnarskráin fór að gilda í austurhlutanum, austurhlutinn rann sjálfkrafa inn í NATO og Evrópusambandið. Austur-Þýskaland sem ríki hætti að vera til. 

Sagan hefði alveg getað þróast öðruvísi. Það voru uppi ýmsar hugmyndir um mýkri sameiningar (og svo voru þjóðarleiðtogar í vestri sem vildum helst ekki sjá sameininguna yfir höfuð). Þeir voru til sem sáu fyrir sér að laustengdara sambandsríki, og að herir sovétmanna yrðu áfram staðsettir austurhlutanum og bandaríski herinn áfram í vestrinu. Ástæðurnar fyrir þessum skoðunum voru margvíslegar, sumir óttuðust að sameinað Þýskaland yrði of öflugt og fyrirferðarmikið ríki álfunni, aðrir vildu einfaldlega ekki rugga bátnum meira en honum hafði verið ruggað hingað til. Vildu ekki raska “jafnvæginu”.

Helmut Kohl Þýskalandskanslari vildi harða sameiningu.  Bush eldri studdi hann í því. Aðrir, t.d. Bretar voru meira á bremsunni.

Guði blessi draumórafólkið

Svo fór reyndar að Kohl og Bush eldri höfðu betur. Niðurstaðan varð hörð sameining og Sovétmönnunum var borgað fyrir að fara. Á næstu árum hurfu sovéskir, síðar rússneskir hermenn úr fjölmörgum löndum í heimshlutanum. Þeir fóru frá Póllandi, Tékklandi, Austur-Þýskalandi og Eystrarsaltslöndunum. Þeir fóru hins vegar ekki frá Úkraínu. Við sjáum hvernig það fór.

Hugsum nú aðeins hvernig það hefði orðið ef raunsæismennirnir, þeir sem vildu vera á bremsunni, hefðu haft sigur. Hugsum okkur að það væru 300 þúsund rússneskir hermenn í austurhéruðum Þýskalands í ársbyrjun 2014 þegar stríð Rússa gegn Úkraínu hófst? Værum við þá að horfa upp á friðsælli og öruggari heim?




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband