Land hugmyndanna

Bandaríska þjóðin hefur tekið sína ákvörðun. Hún mótar sína framtíð en við mótum okkar í kosningunum 30. nóvember. Það er gott að muna það.

Síðasti kaldastríðsforsetinn

Áhrifin á utanríkisstefnu Bandaríkjana eiga eftir að koma í ljós en líklegt er að fókusinn færist meira yfir á Kína og vægi Atlantshafssamvinnu í utanríkispólitík BNA muni minnka.

Það hefði raunar geta líka orðið raunin líka þótt niðurstaðan hefði oðið á hinn veginn. Joe Biden er þrátt fyrir allt stjórnmálamaður sem er mótaður af Kalda stríðinu, mögulega einn af þeim síðustu sem gegna embættinu sem það eru.

Mjög margar hugmyndir fæðast í Bandaríkjunum

En auðvitað verður samt að muna að Bandaríkin eru land hugmyndanna. Ótrúlega margar hugmyndafræðilegar byltingar hafa átt uppruna sinn þar og sprungið út þar. Kynlífsbyltingin, kvenfrelsi, réttindabarátta hinsegin fólks, úrbanismi, nýfrjálshyggjan. Allt þetta má segja að komi frá Bandaríkjunum.

Í því samhengi má nefna að umræðan um þungunarrof hér á landi er ekki borin upp af ástæðulausu. Kosið var um tillögur sem tengdust þungunarrofi í 10 fylkjum samhliða forsetakosningunum. Í 7 tilfellum höfðu þeir sem vildu tryggja réttinn til þungunarrofs sigur í 3 þremur tilfellum varð niðurstaðan önnur. Bandaríkin smita oft út frá sér og það má því alveg eins búa sig undir að þessi mál verði til umræðu hér á landi á næstu árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband