Verðbólga á Íslandi og á Evrusvæðinu

Illa gengur að ná tökum á verðbólgunni. Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla undanfarinn ár. Steininn tók úr þegar fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp með 80 milljarða gati fyrir árið 2023 og þingið bætti um betur og jók hallann upp í 120 milljarða.

Árangur í baráttunni við verðbólguna er þannig hægur eða enginn. Og ef litið er til ástandsins á vinnumarkaði og yfirstandandi kjarabaráttu kennara og lækna þá eru horfurnar ekki endilega þannig að ástæða sé til bjartsýni.

Til skammst tíma þarf auðvitað aga í ríkisfjármálum. Til lengri tíma þarf að skoða gjaldmiðilinn. Eins og sést á þessari mynd hefur verbólga mælst ca tvöfalt hærri á Íslandi en á Evrusvæðin undanfarin ár.

Jafnvel í Covid þegar sveigjanleiki krónunnar hefði átt að sanna gildi sitt fór verbólga miklu hraðar niður á meginlandinu. Evrópubúar eru komnir í fín mál en hér er enn verið að nota Covid sem útskýringu á ástandinu.

 Verðbólga í Íslandi og í Evrópu

 


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband