29.11.2024 | 16:39
Kjósendur treysta Viðreisn best
Í nýlegri skoðanakönnun Maskínu voru kjósendur spurðir hvaða flokka þeir bæru mikið eða lítið traust til. Viðreisn reyndist vera sá flokkur sem kjósendur treystu best en 45% kjósenda sögðu bera mikið traust til flokksins.
Það er ánægjulegt og er okkur hvatning til góðra verka. Þetta traust er afrakstur kosningabaráttu þar sem við höfum reynt að vera jákvæð, reynta að tala meira um okkur en aðra, reynt að hlusta á fólk, frekar en predika yfir hausunum á því og reynt að tala um framtíðarsýn frekar en að ala á ótta.
Það er gaman koma vel út úr könnunum en það er auðvitað á en endanum ekki það sem skiptir máli mælikvarðinn. Hinn eini og sanni mælikvarði á traust eru kosningarnar. Nú á laugardaginn mun fólkið í landinu fá að segja sína skoðun á því hverjum það treystir best til að stjórna landinu næstu 4 árin.