Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fjárlögin sem Bjarni vill að þú gleymir

Halli ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum stefnir í 60 milljarða á næsta ári.  Þetta er þá sjöunda árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla. Þarna koma vissulega inn Covid-ár sem við skulum ekki gera sérstakan ágreining um hér en hallareksturinn var byrjaður tveimur árum áður og hefur haldið áfram síðan.

Til upprifunar: Svona hefur halli ríkisjóðs verið samkvæmt fjárlögum, árin eftir Covid:

2023: 120 milljarðar

2024: 50 milljarðar

2025: 60 milljarðar

Fjárlögin sem nú eru til umræðu verða því ekki einu sinni þau verstu eftir heimsfaraldurinn. Ástæða er til að minnast sérstaklega á fjárlögin 2023 sem urðu að lögum í árslok 2022. Þarna var ljóst að Covid-faraldrinum væri lokið og nauðsynlegt væri að rétta við rekstur ríkissjóðs og sýna aðhald. 

Langur listi af “tímabundnum framlögum”

Fjármálaráðherra skilaði fjárlagafrumvarpi með 80 milljarða halla og stjórnarflokkarnir á Alþingi tóku sig til, lömdu í borðið og…

… hækkuðu hallann upp í 120 milljarða!

Grípum inn í lestur álits meirihluta fjárlaganefndar:

Lögð er til 75 m.kr. tímabundin hækkun í eitt ár vegna undirbúnings og samkeppni í tengslum við húsnæði fyrir Listaháskóla Íslands að Tryggvagötu.

Gerð er tillaga um 100 m.kr. tímabundið framlag til stuðnings við einkarekna fjölmiðla.

Lagt er til að Alþingi verði veitt 53,1 m.kr. tímabundið framlag til að breyta frágangi vinnurýma á þingmannahæðum í nýbyggingu Alþingis svo að þau verði lokuð en ekki opin.

Gerð er tillaga um 15 m.kr. tímabundið framlag til Klúbbs matreiðslumeistara og Íslensku bocuse d'or akademíunnar vegna keppnismatreiðslu.

Gerð er tillaga um 48 m.kr. tímabundið framlag til Samtaka náttúrustofa sem dreifist jafnt til náttúrustofanna átta, þ.e. 6 m.kr. til hverrar.

Gerð er tillaga um 35 m.kr. tímabundið framlag til stuðnings verkefna sem Fornminjasjóður styrkir.

Gerð er tillaga um 20 m.kr. tímabundið framlag til reksturs Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar.

Lagt er til að veita starfsemi atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni 40 m.kr. tímabundið framlag sem Byggðastofnun verði falið að ráðstafa.

Gerð er tillaga um 14 m.kr. tímabundið framlag til Hins íslenska fornritafélags. 

Gerð er tillaga um 36,6 m.kr. tímabundið framlag til að standa straum af viðhaldi og viðgerðum á Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Sýnir ekki aðhald

Hér voru talin upp nokkur af þeim “tímabundnu framlögum” sem mælt var fyrir um í frumvarpinu. Alls voru tímabundnu framlögin hátt á sjöunda tug. Þetta eru öll eflaust hin mætustu verkefni og sum jafnvel brýn. En upptalningin sýnir samt ýmsa hluti:

Í fyrsta lagi að meirihluti fjárlaganefndar virðist ekki hafa treyst mati fjármálaráðuneytisins á fjárþörf ýmissa ríkisstofnana og ítrekað bætt við fjárlagaramma þeirra, væntanlega í kjölfar áskorana frá stofnunum sjálfum.

Í öðru lagi að meirihluti fjárlaganefndar er þarna búinn að breyta styrkjaúthlutunarnefnd og ríkissjóði í almennan styrktarsjóð fyrir ýmis þróunar-, umbóta- og viðhaldsverkefni.

Hvort tveggja er einfaldlega dæmi um agaleysi í ríkisfjármálum: Agaleysi sem býr til fjárlagahallann. Agaleysi sem keyrir áfram verðbólguna. Agaleysi sem veldur því að þeir sem héldu um budduna njóta ekki lengur trausts almennings.




Land hugmyndanna

Bandaríska þjóðin hefur tekið sína ákvörðun. Hún mótar sína framtíð en við mótum okkar í kosningunum 30. nóvember. Það er gott að muna það.

Síðasti kaldastríðsforsetinn

Áhrifin á utanríkisstefnu Bandaríkjana eiga eftir að koma í ljós en líklegt er að fókusinn færist meira yfir á Kína og vægi Atlantshafssamvinnu í utanríkispólitík BNA muni minnka.

Það hefði raunar geta líka orðið raunin líka þótt niðurstaðan hefði oðið á hinn veginn. Joe Biden er þrátt fyrir allt stjórnmálamaður sem er mótaður af Kalda stríðinu, mögulega einn af þeim síðustu sem gegna embættinu sem það eru.

Mjög margar hugmyndir fæðast í Bandaríkjunum

En auðvitað verður samt að muna að Bandaríkin eru land hugmyndanna. Ótrúlega margar hugmyndafræðilegar byltingar hafa átt uppruna sinn þar og sprungið út þar. Kynlífsbyltingin, kvenfrelsi, réttindabarátta hinsegin fólks, úrbanismi, nýfrjálshyggjan. Allt þetta má segja að komi frá Bandaríkjunum.

Í því samhengi má nefna að umræðan um þungunarrof hér á landi er ekki borin upp af ástæðulausu. Kosið var um tillögur sem tengdust þungunarrofi í 10 fylkjum samhliða forsetakosningunum. Í 7 tilfellum höfðu þeir sem vildu tryggja réttinn til þungunarrofs sigur í 3 þremur tilfellum varð niðurstaðan önnur. Bandaríkin smita oft út frá sér og það má því alveg eins búa sig undir að þessi mál verði til umræðu hér á landi á næstu árum.


Bjarni Benediktsson ruglast á sveitarfélögum

Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sló kunnuglegan tón og kenndi öðrum um eigin ófarir í efnahagsmálum. Í sjónvarpskappræðum gærdagsins sagði hann meðal annars:

"Við erum að horfa upp á það núna að Kópavogur og Reykjavíkurborg eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar!"

Hér hefur forsætisráðherra eitthvað ruglast á sveitarfélögum. Það hafa ekki komið neinar formlegar óskir fá Kópavogi um stækkun vaxtarmarka sem Reykjavíkurborg hefur tekið fyrir og neitað. Einfaldur lestur fundargerða svæðisskipulagsnefndar leiðir það í ljós.

Hins vegar hefur komið fram formlegt erindi frá Garðabæ um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir  Rjúpnahlíð. Markmiðið með þeim breytingum var að skapa rými fyrir athafnasvæði til að Garðabær gæti boðið fyrirtækjum sem staðsett eru á svæðum sem eru að fara í þróun nýjar lóðir. Þannig myndi þessi breyting stuðla að auknu framboði húsnæðis.

Svæðisskipulagsnefnd samþykkti að auglýsa umrædda tillögu og greiddu báðir fulltrúar Reykjavíkurborgar atkvæði með því. Hins vegar var málið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar.  Ástæðan fyrir því voru grenndarsjónarmið og það má að sjálfsögðu sýna þeim virðingu. En engu að síður skal rétt vera rétt. Bjarni Benediktsson hefði átt að segja:

"Við erum að horfa upp á það núna að Garðabær og Kópavogur eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Það er auðvitað ekki boðlegt! Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Kópavogur neitar!"

Það hefði reyndar beint sjónum að því eina skiptið á kjörtímabilinu þar sem stækkun vaxtarmarka hefur verið hafnað sneri að tveimur sveitarfélögum í hans kjördæmi, sem bæði eru undir stjórn hans eigin flokks. Það var kannski þess vegna sem hann ákvað frekar að ráðast með ósannindum á Reykjavíkurborg.

 


Verðbólga á Íslandi og á Evrusvæðinu

Illa gengur að ná tökum á verðbólgunni. Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla undanfarinn ár. Steininn tók úr þegar fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp með 80 milljarða gati fyrir árið 2023 og þingið bætti um betur og jók hallann upp í 120 milljarða.

Árangur í baráttunni við verðbólguna er þannig hægur eða enginn. Og ef litið er til ástandsins á vinnumarkaði og yfirstandandi kjarabaráttu kennara og lækna þá eru horfurnar ekki endilega þannig að ástæða sé til bjartsýni.

Til skammst tíma þarf auðvitað aga í ríkisfjármálum. Til lengri tíma þarf að skoða gjaldmiðilinn. Eins og sést á þessari mynd hefur verbólga mælst ca tvöfalt hærri á Íslandi en á Evrusvæðin undanfarin ár.

Jafnvel í Covid þegar sveigjanleiki krónunnar hefði átt að sanna gildi sitt fór verbólga miklu hraðar niður á meginlandinu. Evrópubúar eru komnir í fín mál en hér er enn verið að nota Covid sem útskýringu á ástandinu.

 Verðbólga í Íslandi og í Evrópu

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband