Kjósendur treysta Viðreisn best

Í  nýlegri skoðanakönnun Maskínu  voru kjósendur spurðir hvaða flokka þeir bæru mikið eða lítið traust til. Viðreisn reyndist vera sá flokkur sem kjósendur treystu best en 45% kjósenda sögðu bera mikið traust til flokksins.
 
Það er ánægjulegt og er okkur hvatning til góðra verka. Þetta traust er afrakstur kosningabaráttu þar sem við höfum reynt að vera jákvæð, reynta að tala meira um okkur en aðra, reynt að hlusta á fólk, frekar en predika yfir hausunum á því og reynt að tala um framtíðarsýn frekar en að ala á ótta.
 
Það er gaman koma vel út úr könnunum en það er auðvitað á en endanum ekki það sem skiptir máli mælikvarðinn. Hinn eini og sanni mælikvarði á traust eru kosningarnar. Nú á laugardaginn mun fólkið í landinu fá að segja sína skoðun á því hverjum það treystir best til að stjórna landinu næstu 4 árin.

Atkvæði greidd Viðreisn eru atkvæði með starfhæfri stjórn

Nú er komið á þann skemmtilega stað í kosningabaráttunni að fjölmargir flokkar hafa sannfært sjálfa sig um að besta leið til að fá kjósendur til að kjósa sig er að hræða þá með einhverjum öðrum.

Það geta allir leikið þennan leik. Dæmi: Ég hitti Gunnar Braga á Bylgjunni og þáttarstjórnendur spurðu í blálokin við gætum hugsað okkur að vinna saman í ríkisstjórn. “Ég gæti unnið með Pawel” svaraði Gunnar Bragi nokkuð einlægt, sem mér þótti ágætlega vænt um, þótt engum dylst að talsvert beri á milli okkar flokka í fjölmörgum málum.

Hingað til hefur enginn pikkað þetta upp og búið til fyrirsögnina: “Atkvæði greidd Gunnari Braga eru atkvæði greidd Pawel!” Kannski af því enginn spunameistari hafi metið það svo að markhópurinn sem gæti látið slíkan hræðsluáróður stjórna atkvæði sínu væri nægilega stór.

90 útgáfur af hræðslu-fyrirsögnum

Þar sem við erum með 10 flokka sem bjóða fram á landsvísu er hægt að skrifa 10 x 9 = 90 fyrirsagnir af gerðinni “atkvæði greidd flokki X eru atkvæði greidd flokki Y” og örugglega rökstyðja flestar þeirra með einhverjum hætti. Margar þeirrar hef ég þegar séð og fleiri eru örugglega á leiðinni.

Þetta er allt eiginlega kómískt. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði með VG. Í SJÖ ÁR. Gerði formann VG að forsætisráðherra. Hafa raunar ekki útilokað formlega að slíkt samstarf gæti verið endurtekið í framtíðinni. Eru þá atkvæði greidd XD ekki atkvæði til Svandísar Svavarsdóttur? Eða öfugt? Mætti  ekki alveg segja það?

En til hvers að standa í þessum leik? Bara þótt að einhver flokkur útiloki ekki samstarf við annan þýðir auðvitað ekki að það skipti engu máli hvorn þeirra maður kýs. Allir þessir flokkar sín óliku stefnumál og frambjóðendur. Og munu vera í sterkari stöðu með meira fylgi en minna.

Atkvæði greidd Viðreisn eru atkvæði greidd Viðreisn

Einu er samt hægt að lofa um stjórnarþátttöku Viðreisnar. Viðreisn mun ekki taka þátt í að grafa undan kerfisbundið undan ráðherrum samstarfsflokka, ráðherrar Viðreisnar munu ekki senda samstarfsfólki sínu í ríkisstjórn eitraðar pillur í fjölmiðlum og þingmenn Viðreisnar munu ekki mæla árangur sinn á þingi í fjölda stjórnarfrumvapa sem þeir hafa stoppað.

Ef fólk vill þannig stjórnmál þá gæti það þurft að leita annað.

 


Vextir og verðbólga, vinur!

Við búum nú við 8,5% stýrivexti og verðbólgu sem hefur verið fyrir ofan verðbólgumarkmið samfellt í 54 mánuði. Fyrir þessu finna allir. Fasteignalánin hækka, yfirdráttarlánin hækka, lán fyrirtækjanna hækka, verð á nauðsynjum hækka. Þetta er er það sem þarf að ræða um og það sem kjósendur vilja ræða um.

Við í Viðreisn höfum á fjölmörgum fundum fundum í verslunarmiðstöðum landsins spurt gesti og gangandi: “Hvað liggur þér mest á hjarta?”. Niðurstaðan var afgerandi. Vextirnir og verðbólgan er það sem fólk vill tala um. Skoðanakannanir staðfesta þetta. Það eru efnahagsmálin sem liggja fólki mest á hjarta.

Það er auðvitað skiljanlegt að þeir sem stjórnað hafa landinu undanfarin ár vilji ekki ræða efnahagsmálin, sem þau bera ábyrgð á, þegar staðan er sú sem hún er. Þess vegna hafa verið gerðar heiðarlegar tilraunir til að láta kosningarnar snúast um allt annað: útlendingamál og jafnvel einstaka skipulagsmál í einstaka hverfum.

Ekkert af þessu hefur náð neinu flugi. Kjósendur láta ekki afvegaleiða sig. Auðvitað skipta öll mál máli þessar kosningar eiga að snúast um stöðu efnahagsmála og hverjir séu hæfir til að snúa við blaðinu í þeim efnum. Jafnvel þeir sem hafa reynt að skipta um umræðuefni hingað til eru farnir á átta sig á þessu. Nú reynt að keyra á því að 8,5% stýrivextir og verðbólga sem liggur yfir verðbólgamarkmiðum í 54 mánuði sé bara partur af þaulskipulögðu plani!

“It’s the economy, stupid”. Á þessum orðum meðal annars unnust forsetakosningar í Bandaríkjunum fyrir rúmum 3 áratugum. Nú sem fyrr er þetta staðan.




Þorgerður Katrín góð í Spursmálum

Þegar maður er í kosningabaráttu er fátt sem gleður meira og gefur meira sjálfstraust en þegar þeir sem leiða baráttuna undirbúa sig vel fyrir erfið viðtöl og skila sínu. Þannig var Þorgerður hjá Stefáni Einari í dag. Klár í flest og kom mjög vel fyrir.

Snúin og löng viðtöl en kalla margt fram

Þættirnir hjá Stefáni hafa verið milli tannanna á fólki. Það er varasamt fyrir stjórnmálamann að lofa fjölmiðlamenn eða lasta og ég ætla að að eftirláta öðrum það. Get þó allavega sagt, hafandi verið gestur í þessu setti, að þetta eru ekki þættir sem maður mætir í ólesinn. 

Lönd í Evrópu á blússandi siglingu

Grípum í einn eftirminnilegan bút úr viðtalinu. Aðspurð umhvort að séu einhver lönd í Evrópu á blússandi siglingu nefndi formaður Viðreisnar nokkur dæmi: Holland, Írland, Pólland og Færeyjar (sem eru ekki í ESB en eru með danska krónu sem er tengd við Evru). Þáttastjórnandinn hafði ýmislegt um þessi dæmi að segja: Írland hafði verið að koma úr kreppu, Pólland var sagt þróunarland og Færeyjar höfðu hagnast á fiskeldi.

Það má alltaf skýra allt en tölurnar tala sínu máli og punkturinn stendur: Mörg lönd sem eru Í ESB eða tengd við Evru dafna vel.

Og þótt ég sé ekki viss um að þáttarstjórnandinn hafi endanlega sannfærst um ágæti Evrópusamrunans við þessi skoðanaskipti þá klykkti hann þó út með:

"Þú kemur vel undirbúin, það er meira en segja má um flesta."

Það sést hverjir lesa heima

Ég veit ekki hvort ég taki undir síðari hlutann af setningunni. Margir stjórnmálamenn hafa mætt ágætlega undirbúnir í Spursmál og komið þá vel út úr því. Þorgerður Katrín er klárlega ein þeirra.

 


mbl.is #49. - Hvert stefnir hugur Þorgerðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð á kjöti eftir breytingu búvörulaga

Virk samkeppni er góð leið til að lækka vöruverð. Þeir sem vilja standa vörð um einokun vilja gjarnan sannfæra okkur um hið gagnstæða: að einokun fylgi stærðarhagkvæmni, að einokunaraðilinn geti bara einbeitt sér að því að skila hagstæðu verði til neytenda.

Vissulega getur það almennt verið hagkvæmara að reka stórar einingar. En með einokun glatast aðhaldið. Einokunaraðilinn hefur ekki hvata til að lækka verð. Stærðarhagkvæmnin, ef einhver verður mun því skila sér til hans.

---

Myndritið sýnir þróun almenns verðlags, og verðs á kjöti, eftir breytingu búvörulaga seinasta vor. Breytingu sem kippti samkeppnislögum úr gildi og breytingu sem dómstólar hafi nú ógilt.

Auðvitað getur ýmislegt skýrt svona sveiflur og þetta er skammur tími til að bera hluti saman. Hins vegar sjáum við samt að verð á kjöti á þessum tíma hækkaði um 3,2% en almennt verðlag um 1,7%. Ef að breytingarnar áttu að stuðla að hagkvæmara verði til neytenda þá getum við allavega sagt að þau áhrif hafa látið bíða eftir sér.

467548466_10161860399821236_5470988713804142290_n-1

 

 

 


Viðreisnarmaður = talsmaður frjálsra viðskipta

Það er stundum sagt að maður eigi ekki leyfa andstæðingum að skilgreina mann. En á því geta augljóslega verið undantekningar.

Í laufléttu spjalli þáttarstjórnanda Spursmála og formanns Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, barst talið að tollvernd. Þáttarstjórnandinn spurði Sigmund ítrekað hvers vegna hann væri þeirrar skoðunar að vörur sem ekki einu sinni væru framleiddar hér á landi (t.d. ákveðnar tegundir af ostum) væru tollaðar upp í rjáfur.

"Nú talar þú bara eins og Viðreisnarmaður," sagði Sigmundur Davíð, bersýnilega pirraður á því hve stór hluti viðtalsins væri tekinn undir það að ræða andstöðu hans við viðskiptafrelsi og frelsi neytenda.

Hvort Stefán Einar Stefánsson sé orðinn yfirlýstur stuðningsmaður Viðreisnar eða sympatískur málstað flokksins getur hann sjálfur auðvitað einn svarað. En ef að "Viðreisnarmaður" á festast í málinu sem orð yfir þá sem styðja tollfrelsi, afnám viðskiptahindrana og flelsi neytenda almennt, þá munum við, Viðreisnarmenn og Viðreisnarkonur, ekki kvarta yfir því!


mbl.is „Nú talar þú bara eins og Viðreisnarmaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er öðrum að kenna

Þó svo að einn flokkur hafi stjórnað landinu með fjögurra ára hléi undanfarin 35 ár, þar af síðustu 11 ár samfellt þá verður samt að hafa í huga að hann ber mjög takmarkaða ábyrgð á stjórn landsins, ef marka má þeirra eigin orð.

Vextir og verðbólga

Verðbólgan er ekki þeim að kenna. Hún hefur ekkert með fjárlagahallann að gera, hún er borginni að kenna. Þar sem reyndar hefur verið meira byggt á undanförnum árum ár enn nokkru sinni fyrr.

Fjárlagahallinn? Hann er auðvitað ekkert þeim að kenna. Ábyrgðin er launþeganna sem vilja alltaf fá launahækkanir til að launin haldi í við verðbólguna. Óábyrgt!

Og vextirnir? Þeir eru auðvitað allt of háir! Þarna er seðlabankinn auðvitað að fara fram úr sér með því beita þeim tækjum sem hann hefur til að slá á þenslu. Óforskammað!

Og allar þessar íþyngjandi reglugerðir? Evrópusambandinu að kenna!  Reynda er viðurkennt að ráðuneytin gullhúði þær en ráðherrar geta auðvitað ekki borið ábyrgð á því!

Stjórnarandstaðan ber alla ábyrgð!

Innflytjendamál? Stjórnarandstaðan! Hún ber ábyrgð á þeim. Því hluti hennar sat miskunnarlaust hjá við afgreiðslu útlendingalaga.

Finnst ykkur orkuskiptin ganga hægt? Talið við stjórnarandstöðuna! Hún ber ábyrgð á því.

Lesskilningur barna? Ætlar engin að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar í þeim málum? 

Samgönguáætlun? Vissulega er ágreiningur innan þingflokks stjórnarflokksins sem tafið hefur málið en það má líka finna einhverja stjórnarandstæðinga sem eru ekki alveg sammála um það. Tölum um það!

Skiptum um stjórnarandstöðu!

En gott og vel. Fyrst að flest sem miður hefur farið á Íslandi undanfarin ár er á ábyrgð stjórnarandstöðunnar þá er kannski fín hugmynd að skipta um stjórnarandstöðu. 

Hver veit nema þeim sem þannig tala verði á endanum að ósk sinni.




Þegar hugsjónin sigraði raunsæið

Í lok kalda stríðsins voru yfir 300 þúsund sovéskir hermenn í Austur-Þýskalandi. Örfáum árum síðar voru þeir allir farnir. Raunin hefði getað orðið önnur. En hugsjónarmenn höfðu sigur á raunsæismönnum í þeirri umræðu. Sem betur fer.

Sameining sem varð að innlimum

Í raun er rangnefni að tala um sameiningu Þýskalands. Austur-Þýskaland rann einfaldlega inn í Vestur-Þýskaland. Vesturþýska stjórnarskráin fór að gilda í austurhlutanum, austurhlutinn rann sjálfkrafa inn í NATO og Evrópusambandið. Austur-Þýskaland sem ríki hætti að vera til. 

Sagan hefði alveg getað þróast öðruvísi. Það voru uppi ýmsar hugmyndir um mýkri sameiningar (og svo voru þjóðarleiðtogar í vestri sem vildum helst ekki sjá sameininguna yfir höfuð). Þeir voru til sem sáu fyrir sér að laustengdara sambandsríki, og að herir sovétmanna yrðu áfram staðsettir austurhlutanum og bandaríski herinn áfram í vestrinu. Ástæðurnar fyrir þessum skoðunum voru margvíslegar, sumir óttuðust að sameinað Þýskaland yrði of öflugt og fyrirferðarmikið ríki álfunni, aðrir vildu einfaldlega ekki rugga bátnum meira en honum hafði verið ruggað hingað til. Vildu ekki raska “jafnvæginu”.

Helmut Kohl Þýskalandskanslari vildi harða sameiningu.  Bush eldri studdi hann í því. Aðrir, t.d. Bretar voru meira á bremsunni.

Guði blessi draumórafólkið

Svo fór reyndar að Kohl og Bush eldri höfðu betur. Niðurstaðan varð hörð sameining og Sovétmönnunum var borgað fyrir að fara. Á næstu árum hurfu sovéskir, síðar rússneskir hermenn úr fjölmörgum löndum í heimshlutanum. Þeir fóru frá Póllandi, Tékklandi, Austur-Þýskalandi og Eystrarsaltslöndunum. Þeir fóru hins vegar ekki frá Úkraínu. Við sjáum hvernig það fór.

Hugsum nú aðeins hvernig það hefði orðið ef raunsæismennirnir, þeir sem vildu vera á bremsunni, hefðu haft sigur. Hugsum okkur að það væru 300 þúsund rússneskir hermenn í austurhéruðum Þýskalands í ársbyrjun 2014 þegar stríð Rússa gegn Úkraínu hófst? Værum við þá að horfa upp á friðsælli og öruggari heim?




Fjárlögin sem Bjarni vill að þú gleymir

Halli ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum stefnir í 60 milljarða á næsta ári.  Þetta er þá sjöunda árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla. Þarna koma vissulega inn Covid-ár sem við skulum ekki gera sérstakan ágreining um hér en hallareksturinn var byrjaður tveimur árum áður og hefur haldið áfram síðan.

Til upprifunar: Svona hefur halli ríkisjóðs verið samkvæmt fjárlögum, árin eftir Covid:

2023: 120 milljarðar

2024: 50 milljarðar

2025: 60 milljarðar

Fjárlögin sem nú eru til umræðu verða því ekki einu sinni þau verstu eftir heimsfaraldurinn. Ástæða er til að minnast sérstaklega á fjárlögin 2023 sem urðu að lögum í árslok 2022. Þarna var ljóst að Covid-faraldrinum væri lokið og nauðsynlegt væri að rétta við rekstur ríkissjóðs og sýna aðhald. 

Langur listi af “tímabundnum framlögum”

Fjármálaráðherra skilaði fjárlagafrumvarpi með 80 milljarða halla og stjórnarflokkarnir á Alþingi tóku sig til, lömdu í borðið og…

… hækkuðu hallann upp í 120 milljarða!

Grípum inn í lestur álits meirihluta fjárlaganefndar:

Lögð er til 75 m.kr. tímabundin hækkun í eitt ár vegna undirbúnings og samkeppni í tengslum við húsnæði fyrir Listaháskóla Íslands að Tryggvagötu.

Gerð er tillaga um 100 m.kr. tímabundið framlag til stuðnings við einkarekna fjölmiðla.

Lagt er til að Alþingi verði veitt 53,1 m.kr. tímabundið framlag til að breyta frágangi vinnurýma á þingmannahæðum í nýbyggingu Alþingis svo að þau verði lokuð en ekki opin.

Gerð er tillaga um 15 m.kr. tímabundið framlag til Klúbbs matreiðslumeistara og Íslensku bocuse d'or akademíunnar vegna keppnismatreiðslu.

Gerð er tillaga um 48 m.kr. tímabundið framlag til Samtaka náttúrustofa sem dreifist jafnt til náttúrustofanna átta, þ.e. 6 m.kr. til hverrar.

Gerð er tillaga um 35 m.kr. tímabundið framlag til stuðnings verkefna sem Fornminjasjóður styrkir.

Gerð er tillaga um 20 m.kr. tímabundið framlag til reksturs Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar.

Lagt er til að veita starfsemi atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni 40 m.kr. tímabundið framlag sem Byggðastofnun verði falið að ráðstafa.

Gerð er tillaga um 14 m.kr. tímabundið framlag til Hins íslenska fornritafélags. 

Gerð er tillaga um 36,6 m.kr. tímabundið framlag til að standa straum af viðhaldi og viðgerðum á Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Sýnir ekki aðhald

Hér voru talin upp nokkur af þeim “tímabundnu framlögum” sem mælt var fyrir um í frumvarpinu. Alls voru tímabundnu framlögin hátt á sjöunda tug. Þetta eru öll eflaust hin mætustu verkefni og sum jafnvel brýn. En upptalningin sýnir samt ýmsa hluti:

Í fyrsta lagi að meirihluti fjárlaganefndar virðist ekki hafa treyst mati fjármálaráðuneytisins á fjárþörf ýmissa ríkisstofnana og ítrekað bætt við fjárlagaramma þeirra, væntanlega í kjölfar áskorana frá stofnunum sjálfum.

Í öðru lagi að meirihluti fjárlaganefndar er þarna búinn að breyta styrkjaúthlutunarnefnd og ríkissjóði í almennan styrktarsjóð fyrir ýmis þróunar-, umbóta- og viðhaldsverkefni.

Hvort tveggja er einfaldlega dæmi um agaleysi í ríkisfjármálum: Agaleysi sem býr til fjárlagahallann. Agaleysi sem keyrir áfram verðbólguna. Agaleysi sem veldur því að þeir sem héldu um budduna njóta ekki lengur trausts almennings.




Land hugmyndanna

Bandaríska þjóðin hefur tekið sína ákvörðun. Hún mótar sína framtíð en við mótum okkar í kosningunum 30. nóvember. Það er gott að muna það.

Síðasti kaldastríðsforsetinn

Áhrifin á utanríkisstefnu Bandaríkjana eiga eftir að koma í ljós en líklegt er að fókusinn færist meira yfir á Kína og vægi Atlantshafssamvinnu í utanríkispólitík BNA muni minnka.

Það hefði raunar geta líka orðið raunin líka þótt niðurstaðan hefði oðið á hinn veginn. Joe Biden er þrátt fyrir allt stjórnmálamaður sem er mótaður af Kalda stríðinu, mögulega einn af þeim síðustu sem gegna embættinu sem það eru.

Mjög margar hugmyndir fæðast í Bandaríkjunum

En auðvitað verður samt að muna að Bandaríkin eru land hugmyndanna. Ótrúlega margar hugmyndafræðilegar byltingar hafa átt uppruna sinn þar og sprungið út þar. Kynlífsbyltingin, kvenfrelsi, réttindabarátta hinsegin fólks, úrbanismi, nýfrjálshyggjan. Allt þetta má segja að komi frá Bandaríkjunum.

Í því samhengi má nefna að umræðan um þungunarrof hér á landi er ekki borin upp af ástæðulausu. Kosið var um tillögur sem tengdust þungunarrofi í 10 fylkjum samhliða forsetakosningunum. Í 7 tilfellum höfðu þeir sem vildu tryggja réttinn til þungunarrofs sigur í 3 þremur tilfellum varð niðurstaðan önnur. Bandaríkin smita oft út frá sér og það má því alveg eins búa sig undir að þessi mál verði til umræðu hér á landi á næstu árum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband