Langflestar þjóðir ánægðar með veru í ESB

Það er ánægjulegt að þetta skref hafi verið stigið í þessa átt. Vonandi að því muni ljúka með fullri aðild. Þvert á það sem sumir beggja megin borðsins vilja halda þá held ég að breytingar í daglegu lífi fólks muni ekki vera ólýsanlega stórar. Við munum á endanum fá evru, vöruúrvalið í verslunum mun batna og verð eflaust lækka aðeins. Tollverðir munu hætta leita í töskunum okkar í leit að nýkeyptum fartölvum, hráu kjöti ofl. En að öðru leiti þá mun ekki svo margt breytast.

Verði Íslendingar aðilar að Sambandinu þá er afar líklegt að aðildin muni hætta vera hitamál eða deiluefni innan örfárra ára frá Inngöngu. Það deilir engin um EFTA lengur og EES samningurinn er ótrúlega óumdeildur miðað við í hvílíkum stormsjó hann var samþykktur.

Þrátt fyrir að andstæðingum hafi tekist að draga upp þveröfuga mynd þá eru langflestar þjóðir ánægðar með veru sína í Evrópusambandinu. Eurobarometer-tölfræðimiðstöð ESB mælir þetta reglulega. Þar er spurt:

Þegar á heildina er litið, telur þú að aðild lands þíns að ESB sé góð, slæm eða hvorki góð né slæm.

Í seinustu könnun voru í engu ríki fleiri sem töldu aðildina slæma en góða. Í öllum ríkjum voru fleiri sem voru ánægðir með aðild en óánægðir. Í öllum ríkjum! Tæpast stóð þetta í Bretlandi þar sem já/nei/hvorugt skiptingin var nánast jöfn 32%/30%/31. Í Lettlandi var hún 27/21/49.

Þeir sem vilja kynna sér gögnin geta farið á http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb70/eb70_annex.pdf. ÞEtta er á síðu 24.

Hér er þetta sett fram með myndrænum hætti: Bláu eru þeir sem telja aðild jákvæða, rauðu neikvæða og gulu hvorki né.

 

Vinsældir ESB

 


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Frábær pistill - við þurfum að tala saman!

Eftir veru mína í Þýskalandi þekki ég fullt af Pólverjum, sem stóðu mér oft nærri en Þjóðverjarnir!

Síminn er í símaskránni! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er eftirfarandi: Þarf svona lagað ekki að fá staðfestingu forseta síðan að birta það í stjórnartíðindum fyrst til þess að þessi gjörningur sé löglegur ?

Sævar Einarsson, 18.7.2009 kl. 00:42

3 identicon

Ein aðalforsendan í þessu bloggi eru vinsældamælingar Eurobarometer-tölfræðimiðstöðvar ESB. Er ekki einhver hætta á að niðurstöðurnar séu bjagaðar? Er þetta ekki svipað og ef Hagstofan mældi ánægju með frammistöðu ríkisins? Smá orðalagsbreytingar í spurningum geta gerbreytt niðurstöðu skoðanakannanna.

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 01:54

4 identicon

Þegar Þjóðverjar vildu sameina þýsku ríkin að nýju settu Frakkar það sem skilyrði að myntbandalaginu yrði komið á til þess að innsigla Evrópusamrunan. Minningin um átök ríkjanna er ekki fjarlægari en svo.

Sú staðreynd að Íslendingar hafa nákvæmlega enga tilfinningu fyrir þessum sögulega bakgrunni er röksemd út af fyrir sig gegn aðild.

Þótt að ég sé ekki hrifinn af Evrópusambandinu eins og það lítur út í dag og algjörlega andvígur því að Ísland gangi þar inn þá myndi ég fyrstur manna fallast á að það er frekar gott en slæmt og raunar nauðsynlegt fyrir meginlandríkin að hafa Evrópusamband.

En þegar við reynum að meta það hvernig Íslendingum myndi líða þar fyrir innan þá er ekki rétt að líta til meginlandsríkja heldur þeirra ríkja sem hafa verið úti á jaðrinum í einum skilningi eða öðrum og hefur verið hlíft við þeim hörmungum sem meginlandsbúar hafa fengið að kynnast aftur og aftur. Þ.e þeirra sem yfirleitt hafa álpast þangað inn.

Annars má auðvitað ekki gleyma því að Evrópusambandið eyðir gríðarlegum upphæðum í að reka áróður fyrir eigin ágæti. Einnig því að ef svipuð könnun hefði verið gerð á viðhorfi spænsks almennings gagnvart kaþólsku kirkjunni og ransóknarréttinum um 1500 eða þýsks almennings gagnvart nasistastjórnin þá hefði útkoman orðið líklega sú að þar væru á ferð sérdeilis frábær fyrirbæri  (án þess að ég sé að bera Evrópusambandið saman við nasista eða rannsóknardómara). 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 02:21

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Pawel.  Þetta er góður pistill og raunsær, þó vil ég hnykkja á tveim stórum þáttum og það er í fyrsta lagi staða dreyfbýlis á Íslandi. Ég tel að þar muni ýmislegt beytast mun meira til batnaðar, en í þéttbýlinu á SVhorninu. Byggðastefna ESB er mun víðtækari og styður betur við en það skötulíki með sama nafni, sem við höfum haft. Í örðu lagi mun verð á lansfé lækka stórlega og það mun koma öllum mjög vel. Bæði  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 02:22

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bæði EFTA aðildin og EES samningurinn hafa gert mikið fyrir okkur og við höfum tekið hvoru tveggja í sátt mjög fljótt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 02:23

7 Smámynd: Pawel Bartoszek

Þakka öllum athugasemdirnar sem komnar eru hingað til,

Sverrir, það má þannig alveg setja fram tilgátu að Eurobarometer kannanirnar séu bjagaðar í garð ESB. Ég sé í fljótu bragði ekkert sem gæti rennt stoðum undir þá tilgátu. Öll aðferðarfræði virðist eðlileg, spurningarnar eru birtar í könnunum, á öllum tungumálum, upplýsingar um stærð úrtaka eru til staðar. Eitthvað af þessum spurningum eru framkvæmdar af öðrum stofnunum í einstaka ríkjum, ég þekki Pólland best og hef ekki séð neitt frá öðrum stofnunum sem benda til að um kerfisbundna skekkju i þágu ESB sé að ræða.

Pawel Bartoszek, 18.7.2009 kl. 08:42

8 identicon

Nei það er nú eðlilegt að þú hafir ekki orðið var við það. Allar áróðursmaskínur eru lúmskar og lævísar.

Þannig er einnig áróðursmaskínan um EFTA aðild og EES samning.  Ég hef nú þá skoðun að t.d. EFTA aðild hafi rústað íslenskum iðnaði og hönnun. Og ég ætla að hafa þá skoðun eins og þeir sem gulla um að þessi samningur hafi verið svo góður og stuðlað að svo miklum framförum á Íslandi.  Að mínu mati skapaði hann hugarfar um að það væri betra að kaupa og vera neytandi í neyslusamfélagi en hugsandi vera og skapandi í eigin umhverfi sem er nú alltaf það sem næst okkur er.  Þannig er líka með umræðuna um ESB aðild.  Það getur enginn sagt mér hvað er í boði og má ég Hólmfríður stola á að þú ætlar að borga mismuninn á vöxtum sem ég þarf að borga hér á Íslandi eða í Þýskalandi þegar við erum komin inn í þetta draumaríki þitt?

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 13:00

9 Smámynd: Anna Ragnhildur

Hvað taka margir þátt í skoðanakönnunum, sem eru oftast ómarktækar. Voru 84milljónir þjóðverja spurðir??? Eða bara 5000 útvaldir?

Ég ráðlegg ESB sinnum að flytja til Evrópu hið snarasta svo að þeir geti upplifað í raun þessa yndislegu óráðsíu!!!!!

Ég bjó þar árum saman, FYRIR og EFTIR ESB og tókst loksins að flytja heim fyrir 3 árum síðan, eftir 10 ára volæði í ESB landi! Hafði það ágætt ÁÐUR en ESB tók evrópu yfir og Guð forði Íslendingum frá því að falla fyrir þessum ósköpum!!! Ég veit hvað þetta snýst um. ÉG HEF REYNSLUNA!

Nei takk! peningaplokk ESB ræður þessi þjóð ekki við!

Þýskaland SKULDAR 8 MILLJARÐA evrur í evrópukassann! Veit einhver hér á landi að t.d 5.hver Þjóðverji lifir UNDIR fátækramörkum??? Það er RAUNVERULEIKINN þar í dag!

HÚRRA hvað ESB er FRÁÁÁBÆRT  Gerir EKKERT fyrir meðalmanninn og litlu fyrirtækin!  Úps...Reality bites.........

Ég byð alla SANNA íslendinga að kjósa GEGN evrópuaðild! Please!!!!!!!! ÞAÐ ER MIKIÐ Í HÚFI ! Við erum með endalausar auðlindir sem aðrar evrópuþjóðir hafa ekki og getum lært að nýta þær til fulls fyrir OKKUR SJÁLF ef við stöndum SAMAN og látum ekki kúga okkur!  Þjóðin er mötuð á gylliboðum og LYGUM um ESB dásemd.

Evrópuráðið er EKKI lausnin fyrir þessa þjóð. Þeir sem vilja búa í ESB ættu að hypja sig, svo að restin af þjóðinni geti loksins farið að taka til hér heima

Anna Ragnhildur, 19.7.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband