Heimsókn á Gyðingasafnið í Berlín

Ég skrapp til Berlínar um helgina. Fór þar meðal annars á Gyðingasafnið sem frægi bandaríski arkitektinn Libeskind teiknaði. Safnið er flott, megin áhersla er lögð á sögu gyðinga í þýskalandi í 1000 ár, ekki aðeins fókuserað á harmleikinn sem allir þekkja.

Í lok sýningarinn, þegar maður hefði skoðað sögu áranna eftri 1933, þegar réttindi gyðinga voru afnumin hvert af öðru, gafst mönnum kostur að svara eftirfarandi spurningu:

"Finnst þér að allir sem fæddir eru í Þýskalandi í dag, ættu að fá ríkisborgararétt eða ekki?"

Í þessu ákveðna samhengið var svarið miklu augljósara en venjulega. 70% allra frá upphafi höfðu sagt já.


mbl.is 728 fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvað er pointið í þessari færslu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2010 kl. 12:33

2 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Dálítið merkilegt að þarna eru útlendingar að svara spurningu sem kemur innanríkismálum þjóðverja við.

Það er greinilegt að herða þarf skilyrðin við ríkisborgararétt hérlendis.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 30.3.2010 kl. 13:43

3 Smámynd: Pawel Bartoszek

Vilhjálmur: að koma á framfæri hugrenningu.

Viðar Helgi: Ég legg til að þú skrifir Gyðingasafninu í Berlín og bendir þeim á að þér finnist þetta undarlegt. Heilisfangið er: Jüdisches Museum, Lindenstraße 9-14, 10969 Berlin, Germany.

Pawel Bartoszek, 30.3.2010 kl. 14:13

4 identicon

Samskonar dæmi var að finna í Húsi Önnu Frank í Amsterdam. Eftir skoðun hússins er herbergi þar sem menn fá tækifæri til þess að svara ýmsum spurningum.

Mér þykir þó sérkennilegt að margar þessara spurninga voru kannski ekki beint tengd máli Önnu Frank nema maður væri að horfa söguna frá sjónarhóli þess er ritaði spurningarnar.

Spurningin sem þú nefndir í færslunni er mikil einföldun þar sem það gæti verið þörf á að fá á hreint ansi mörg breytileg atriði sem geta verið forsenda þess að svara spurningunni með upplýstum hætti.

Eru ekki slíkar spurningar á svona safni að höfða til einhverskonar sektarkennd eða til samvisku fólks á fölskum forsendum...? Eða er upplifun fólks í slíku safni áhrifalaus á svör þeirra við spurningum er koma að heimsókn lokinni...?

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 14:34

5 Smámynd: Pawel Bartoszek

Jú,ætli það sé ekki rétt að heimsóknir á söfn geti haft áhrif á skoðanir fólks og jafnvel fyllt það eða sektarkennd. Ég myndi nú ekki segja að það teldust "falskar" forsendur.

En mér kom þetta bara upp í hugann því að ég hef lengi velt þessu fyrir mér. Bandaríkin eru með svona jarðarlög í borgararéttarmálum, mér finnst það í raun göfugt og stórmannlegt, að líta svo á að allir séu fæddir inn í landið með sömu réttindi óháð foreldrum eða uppruna þeirra.

Pawel Bartoszek, 30.3.2010 kl. 15:28

6 identicon

"Dálítið merkilegt að þarna eru útlendingar að svara spurningu sem kemur innanríkismálum þjóðverja við". Mikil einföldun. Söfn í Berlín eru mikið sótt af Berlínarbúum sjálfum, auk þess eru "túristar" í Berlín að stórum hluta Þjóðverjar að heimsækja höfuðborgina.

En svona almennt, ef menn spyrja spurningar, er alltaf hætta á að menn fái annað svar en þeim sjálfum hugnast.

Pawel:  Síðan árið 2000 notast þjóðverjar við útvatnaða útgáfu af "jarðarlögunum". Ef annað foreldrið hefur búið í Þýskalandi síðustu 8 ár, og hefur ótímabundið dvalarleyfi, öðlast barnið þýskan ríkisborgararétt.

Það má líka segja, að það sé rökrétt, að manneskja sem er fædd í tilteknu ríki, og hefur varið þar allri ævi sinni, tilheyri þá því ríki, en ekki einhverju allt öðru þar sem viðkomandi hefur hugsanlega aldrei stigið fæti sínum.

Indriði (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband