Boring...

Þetta er afskaplega leiðinleg lausn, dead boring alveg hreint. Því miður. Auk þess er erfiðara að útfæra persónukjör eftir því sem kjördæmin stækka.

Vandamálið við núverandi kosningakerfi er að það eru mismargir þingmenn á íbúa eftir landsvæðum. Það eru ansi margir sem upplifa þá forsendu sem rangláta og það er ekki alveg rang hjá þeim heldur. En það má jafna það með mun betri aðferðum, sem tryggja ákveðna nálægð milli kjósenda og þingmanna án þess að gera landið að einu leiðinlegu kjördæmi.

Ein leið til þess væri að fara svokallaða þýska leið og velja helming þingmanna í einmenningskjördæmum en hin helminginn af landslista.

Það er eitthvað fallegt við þá hugmynd að kjósendur og frambjóðendur safnist saman í einum grunnskóla,atkvæði séu talin og úrslit tilkynnt. Hef fylgst með kosningum í bretlandi sem eru þannig og einhvern veginn finnst manni sú framkvæmd (sem vissulega hefur líka sína galla) verið einhvern veginn eins og lýðræði í sínu hreinasta formi.


mbl.is Vilja að landið verði eitt kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sting upp á 6 einmenningskjördæmum í pistli mínum í dag en þau gætu alveg eins verið fleiri, t. d. 13:

1. Reykjavík, vestan Elliðaáa.

2. Reykjavík austan Elliðaáa.

3. Kópavogur.

4. Hafnarfjörður.

5. Restin af höfuðborgarsvæðinu.

6. Vesturland.

7. Vestfirðir.

8. Norðurland vestra.

9. Akureyri.

10. Norðurland eystra.

11. Austurland.

12. Suðurland.

13. Suðurnes.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 17:14

2 identicon

"Dead boring" og 13 einmenningskjördæmi. Eru þetta rokin gegn því að gera landið að einu kjördæmi?

Áslaug Ragnars (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 17:46

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Allt landið227.896733122 
Norðvesturkjördæmi21.294730423%
Norðausturkjördæmi28.36293151-1%
Suðurkjördæmi32.505103251-4%
Suðvesturkjördæmi58.203183234-3%
Reykjavíkurkjördæmi87.5322930183%

breyta aðeins kjördæmaskipaninni og fjölga þingmönnum. bara til þess að svara þeim sem vilja fækka þingmönnum, þá verður með hverjum þingmanni sem fækkar, erfiðara fyrir ný framboð að koma fram. í NV kjördæmi er nánast ómögulegt að nýr flokkur komist að. að hafa í kringum 3000 manns á bak við hvernig þingmann gerir það að verkum að þeir standa kjósendum sínum mun nær. 

Fannar frá Rifi, 16.3.2010 kl. 21:20

4 identicon

Það sem nú á að gerast er að fækka þingmönnum eins mikið og kostur er og fækka kjördæmum.   Og eitt verður að komast í lög eins fljótt og kostur er, það er að glæpamenn og fyrrverandi glæponar sitji ekki á þingi.  fleiri,fleiri kjörtímabil eins og tíðkast í núverandi mynd í fjölda ára.

j.a (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 22:18

5 identicon

Ég er sammála því að þýska leiðin er nokkuð skemmtileg, en því miður gengur hún aðeins upp vegna fjölmennis og þéttbýlis í Þýskalandi. Hér voru einmenningskjördæmin óréttlát vegna þess að þau voru misstór. Núverandi kjördæmaskipan og ójafnvægið í henni er ættuð í beinan legg frá gömlu sýslukjördæmunum á 19. öld.

Setjum sem svo að Vestfirðir og Norðurland vestra verði látið vera eitt kjördæmi hvort um sig með rúml. 7000 íbúum.  Þá yrðu að vera 43 önnur kjördæmi með 7000 íbúum hvert. Viljum við hafa 90 þingmenn? Önnur lausn er að stækka einmenningskjördæmin í t.d. 14000, en þá erum við komin í sama fyrirkomulag og nú, þ.e. kjördæmin úti á landi ná yfir of stór landsvæði.

Ekki dugir að hafa kjördæmin misstór, því þá endum við með það vandamál að nær ógjörningur verður að leiðrétta mismun milli flokka. Flokkur sem er mjög sterkur í fámennustu kjördæmunum mun þá hafa of mikinn þingstyrk. Stjórnmálaátök á miðri síðustu öld snerust að miklu leyti um leiðréttingu ójafnvægis sem af þessu leiddi. Það væri fáránlegt að endurtaka þann (ó)leik. Mér finnst hugmynd nafna míns Ragnarssonar af þessum sökum afleit.

Það er vel hægt að koma fyrir persónukjöri þótt allt landið verði eitt kjördæmi. Flokkarnir stilla upp listum. Hver kjósandi getur valið 1 flokk og allt að 6 þingmenn (ekki endilega úr sama flokki). Með þessu verða allir þingmenn persónukjörnir, landsbyggðarsjónamiða verður gætt (Vestfirðingar geta kosið bara Vestfirðinga ef þeir vilja) og jafnvægi verður milli flokka.

Til að færa síðan kosningarnar nær almenningi, mætti taka upp á því að telja í hverri kjördeild, a.m.k. væri fáránlegt að safna öllum atkvæðum saman og hræra í einn pott og telja í Reykjavík. Kosninganóttin yrði þá ekki "boring" og hægt að spá í hvernig hin ýmsu hverfi og landsvæði skiptast milli flokka, hvort tilteknir frambjóðendur hafi stuðning í heimabæ etc.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband